Síðdegisútvarpið

26.september

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum hingað til lands komu norskir kafarar sem rekköfuðu um helstu laxveiðiár landsins. Þeir voru vopnaðir skutulbyssum og samkvæmt nýjustu tölum náðu þeir 31 eldislaxi þann tíma sem þeir voru hér. Von er á nýjum hópi kafara til halda hreinsun ánna áfram. Við ætlum ræða við Gunnar Örn Petersen í dag en hann er framkvæmdastjóri landsambands veiðifélaga og spyrja hann út í þennan árangur, og hann til rýna aðeins inn í framtíðina með okkur þ.e. hvernig menn þar á sjá framvinduna næstu misserin.

Um 400 sprengisérfræðingar frá 15 löndum eru staddir á landinu við æfingar. Land­helg­is­gæsla Íslands stend­ur fyr­ir hinni ár­legu Nort­hern Chal­lenge sem er fjölþjóðleg æf­ing sprengju­sér­fræðinga. Æfingarnar fara mestu leyti fram inn­an ör­ygg­is­svæðis­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli en einnig í Helgu­vík og í Hval­f­irði. Ásgeir Guðjónsson sprengisérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni talar við okkur á eftir af miðri æfingu.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina skrifaði grein á visir.is í gær með yfirskriftinni Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD. Þar skorar hún á stjórnvöld greiða aðgengi þeirra sem sannarlega glíma við ADHD meðferð við vandanum því skert aðgengi þessa hóps alvarlegt mál. Sóley kemur til okkar á eftir og fer betur yfir þessi mál.

Í sumar hófust framkvæmdir á hinum víðfrægu kirkjutröppum á Akureyri og áætluð verklok voru sögð núna í október. En það er ljóst það muni ekki standast. En hvenær verður þá aftur hægt ganga upp kirkjutröppurnar fyrir norðan? Gígja Hólmgeirsdóttir ætlar kynna sér stöðuna á framkvæmdunum og segja okkur allt um málið.

Höfundar Áramótaskaupsins 2023 verða þau Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Vala Kristín Eiríksdóttir og Þorsteinn Guðmundsson. Benedikt og Fannar hafa unnið vel og lengi saman eða síðan þeir voru tvítugir. Nýlega stofnuðu þeir framleiðslufyrirtækið Pera Production sem sér um skaupið í ár. Þeir koma til okkar í kaffi á eftir.

Stelpurnar okkar mæta Þýskalandi í Þjóðardeild kvenna í fótbolta. Leikurinn fer fram í Bochum í Þýskalandi eftir örfáar mínútur. Okkar kona í sportinu, Helga Margrét Höskuldsdóttir er á línunni.

Frumflutt

26. sept. 2023

Aðgengilegt til

25. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,