Síðdegisútvarpið

Forsetinn kíkir í heimsókn, Hallgrímur Helga fer yfir listamannalaunin og við rifjum upp Dallas

Pavel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar skrifaði grein á Vísi í dag þar sem hann veltir fyrir sér umræðunni um íslenskuna og leigubílstjóra. Þar spyr hann hver ætli hin raunverulega ástæða þess nokkrir þingmenn leggi til gerð verði krafa um íslenskukunnáttu hjá leigubílstjórum?

Menntamálaráðherra hefur lagt til listamannalaun verði snarhækkuð á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra leggur til í nýjum drögum frumvarpsbreytingu framlag ríkisins til listamannalauna verði aukið. Á vef stjórnarráðsins segir fjöldi starfslauna hafi haldist óbreyttur í 15 ár. Sitt sýnist hverjum, þingmenn innan raða Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt þetta, en hvað segja listamenn sem þurfa lifa á þessum launum. Hallgrímur Helgason, rithöfundur kemur til okkar og ræðir þessar áætlanir.

Á fjárfestahátíðinni, sem haldin er á Siglufirði í dag, kynna sprota- og vaxtarfyrirtæki verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta. Tilgangur hátíðarinnar er auka fjárfestingatækifæri á landsbyggðinni og tengja frumkvöðla við fjárfesta og aðra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kemur til okkar og ræðir um Íslensku lýðheilsuverðlaunin og mögulega hvernig það leggst í hann láta af embætti.

Hver man ekki eftir Dallas? Tjah, það er kannski farið fenna yfir hjá einhverjum og nýjar kynslóðir hafa kannski aldrei heyrt um þetta allt saman. Fréttakonan Anna Lilja Þórisdóttir er með nýtt hlaðvarp þar sem farið er í saumana á þessum athyglisverða menningarviðburði sem einkenndu allan níunda áratuginn.

Björn Malmquist verður á línunni og er víst kominn í ruslið. Eða hvað?

Umsjónarmenn eru Valur Grettisson og Hrafnhildur Halldórsdóttir

Lagalisti:

Retro Stefson - Minning.

Murad, Bashar - Wild West.

U2 - Beautiful Day.

Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).

Sigur Rós - Gold.

Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.

DÚKKULÍSUR - Pamela Í Dallas.

MIKA - Relax.

Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.

KÁRI - Sleepwalking.

Frumflutt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

20. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,