Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 12. júlí

Jóhann Alfreð Kristinsson og Kristján Freyr Halldórsson koma ferskir af varamannabekknum, beinustu leið í Stúdíó 2 og leysa af byrjunarlið Síðdegisútvarpsins þessu sinni.

Líkt og síðustu daga ætlum við heyra af stöðu mála við gossvæðið á Reykjanesskaga. Þar hefur verið opnaðar gönguleiðir upp svæðinu og fjöldi fólks á ferð en fólk beðið hafa varann á vegna gas- og reykmengunar í gróðureldum við gosstöðvarnare. Við heyrum í Arnari Björnssyni fréttamanni sem er staddur á bílastæðinu við gönguleið 2.

Heimsóknir stórra skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar hafa verið tíðar í sumar og á stórum dögum hefur bærinn verið nær þolmörkum innviða. Gestir skipanna hafa sett svip sinn á bæjarlífið og einn þeirra sem hefur staðið í ströngu í móttöku gesta er Steingrímur Rúnar Guðmundsson verslunarstjóri Eymundsson við Silfurtorg en hann er einnig vinsæll trúbador. Við hringjum í Denna og forvitnumst um bæjarbraginn í Ísafirði á þessum stóru dögum

Á slóðum miðbæjarrottunnar er fjölskylduganga sem Auður Þórhallsdóttir, höfundur bókanna um Miðbæjarrottuna, leiðir fimmtudaginn 13. júlí. Á göngunni eru söguslóðir bókanna heimsóttar, m.a. nokkrar af styttum bæjarins en ef þær eru grandskoðaðar kannski koma auga á litlar dyr heimili miðbæjarrottanna. Auður ætlar rottast hingað til okkar í Síðdegisútvarpið og segja okkur betur frá göngunni.

Lokaáfanginn í kveðjutónleikaröð stórstjörnunnar Eltons John fór fram í Stokkhólmi í síðustu viku en tónleikaröðin hófst árið 2018 og er ein söluhæsta í sögunni. Margir Íslendingar voru viðstaddir þessa kvöldstund og einn þeirra er Haukur Heiðar Hauksson píanó- og gítarleikari og söngvari Diktu sem segir okkur frá kveðjustundinni.

En við byrjum í Vilnius. Þar er fréttamaðurinn Björn Malmquist staddur en þar er leiðtogafundi NATO nýlokið. Hann flytur okkur nýjustu tíðindi frá Vilnius.

Frumflutt

12. júlí 2023

Aðgengilegt til

11. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,