Síðdegisútvarpið

Efling, blóðmerar og félagslegt undirboð

Fulltrúar Breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar á morgun hjá ríkissáttasemjara en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur ríkur verkfallsvilji í þeim hópi. Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir er á línunni.

Fólk úr ferðaþjónustunni vakti athygli á því á samfélagsmiðlum í vikunni réttindalausir leiðsögumenn væru fara með asíska túrista um Suðurlandið. Svo virðist sem þetta ekki nein nýjung og samtök ferðaþjónustunnar hafa barist ötullega gegn félagslegu undirboði sem hefur oft komið upp hér á landi í ferðaþjónustunni. Jóhannes Þór Skúlason fer yfir þennan skuggalega hliðarveruleika í ferðaþjónustunni.

Við höldum áfram með blóðmeramálið en Rósa Líf Darradóttir, dýralæknir og stjórnarmaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi kemur til okkar og ræðir um þetta mál sem hefur valdið töluverðum titringi í samfélaginu.

Á mánudag, á alþjóðlegum degi offitu, verður haldin ráðstefna sem er ætluð heilbrigðisstarfsfólki. Þar verður lögð áhersla á fræða heilbrigðisstarfsfólk betur um þennan sjúkdóm með það markmiði draga úr fordómum og öll nálgun eins fagleg og hægt er þegar kemur því veita fólki aðstoð við sjúkdómnum offitu. Flestir þekkja orðræðuna "af hverju hreyfir hann sig ekki bara meira og borðar minna?" nálgun getur verið skaðleg þeim sem glíma við offitu.

Atli Fannar Bjarkason fer yfir vitleysuna á internetinu.

Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunin verða svo tilkynntar í dag. Kristján Freyr, fyrrverandi liðsmaður Síðdegisútvarpsins og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, fer yfir helstu fregnir hvað það varðar.

Frumflutt

29. feb. 2024

Aðgengilegt til

28. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,