Síðdegisútvarpið

Stjórnarmyndun, stöff.is og stelpurnar okkar

Einn af hverjum fimm launþegum í BHM hefur mikinn áhuga á því skipta um starf og/eða vinnustað, samkvæmt nýlegri lífskjararannsókn BHM. Algengustu ástæður sem félagsfólk gefur upp eru launin, stjórnunarhættir á vinnustað og starfstengt álag en misjafnt var hvaða ástæður mest voru gefnar upp eftir því hvar fólk vinnur og í hvaða geira. Við ætlum skoða helstu niðurstöður þessarar könnunar með formanni BHM Kolbrúnu Halldórsdóttur.

Við ætlum sjálfsögðu fylgast með pólitíkinni en eins og flestir vita þá var haldinn blaðamannafundur í Hörpu kl. 14 í dag en þar var ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar kynnt, Höskuldur Kári Schram fréttamaður var á fundinum og hann kemur til okkar rétt á eftir en kl. sjö í kvöld hefur Forseti Íslands boðað ríkisráðsfund á Bessastöðum.

Kveikur annað kvöld er helgaður fólki sem segja lendi í hálfgerðri ruslatunnu hjá heilbrigðis- og velferðarkerfum. Sögur fólksins eru sláandi, margar og efnið bíður upp á fjölbreytta eftirfylgni og umræðu. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá þættinum í kvöld.

Guðrún Bjarnadóttir er eigandi jurtalitunarstofu er kallast Hespuhúsið, sem er skammt frá Selfossi og hefur hún um árabil litað band með jurtum. Í fræðslukaffi Menningarhússins Gerðubergs mun hún næsta fimmtudag fræða gesti um jurtalitun í aldanna rás, fara yfir litunartímabilin í Íslandssögunni og fjalla um hvaða jurtir voru notaðar á hverjum tíma. Við forvitnumst um jurtalitun hjá Guðrúnu í þættinum.

Stöff er rafrænt deilihagkerfi sem býður notendum leigja út stöffið sitt til annarra notenda á öruggan hátt og styrkja þar með hringrásarkerfið. Atli Þór Jóhannsson og Andri Sigurðsson eru mennirnir á bak við Stöff.is þeir segja okkur betur frá.

En við byrjum á Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Þýskalandi í undankeppni EM 2025 núna rétt á eftir. Ísland vann Pólland í fyrstu umferð, 3-0, á meðan Þjóðverjar höfðu betur gegn Austurríki, 2-3. Leikurinn er haldinn í Aachen og hefst 16:10. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttakona er á staðnum.

Frumflutt

9. apríl 2024

Aðgengilegt til

9. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,