Síðdegisútvarpið

25. ágúst

Kattelskir Íslendingar vörpuðu öndinni aðeins léttar á miðvikudag þegar sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu kettlinginn Kodda á brunarústum hússins sem brann á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Fjórir kettir voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og leit stendur enn yfir. Anna Margrét Áslaugardóttir sjálfboðaliði Dýrfinnu ætlar kíkja til okkar og segja frá starfseminni og nýjustu fréttir af Kodda.

Styrktarleikarnir verða haldnir á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um helgina. Þeta er í þriðja skipti sem leikarnir verða haldnir hérlendis og standa þeir yfir í sólahring. Leikarnir eru haldnir til styrktar Krabbameinsfélags Íslands. Hrefna Eyþórsdóttir hjá Krabbameinsfélagi Austurlands segir okkur nánar frá.

MEGAWHAT!? Er tilraunakennd sirkussýning og smiðja fyrir alla fjölskylduna þar sem öfl náttúrunnar birtast gestum Elliðaárstöðvar í furðulegum heimi sirkus og vísinda. Sirkushópurinn Hringleikur setur sýninguna upp við Elliðaárstöðvar, gömlu rafstöð Reykvíkinga, þar sem áhorfendur kynnast törfum sem búa í náttúruöflunum. Hallveig Kristín Eiríksdóttir, leikstjóri sýningarinnar kíkir til okkar.

Páll Hauksson stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann er en eina ferðina undirbúa blúshátíðina Milli fjalls og fjöru á Patreksfirði. Hátíðin er haldin á Patreksfirði og í ár er þemað konur í blús. Við sláum á þráðin til Páls og forvitnumst um hvernig gengur.

Áhugafólk um fornbókmenntir hefur tilefni til gleðjast því verslunin Bókin var ljúka upp dyrum á eftir hafa skellt í lás í nokkurn tíma. Ástæða lokunarinnar var heljarinnar skipulagsbreyting og hefur verslunin fengið heilmikla upplyftingu. Ari Gísli Bragason eigandi búðarinnar ætlar vera á línunni.

Spánn stendur uppi sem sigurvegari HM kvenna í fótbolta eftir æsispennandi mót sem fram fór í Ástralíu í sumar. Það skyggði þónokkuð á fögnuð spænsku kvennanna þegar Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandið, gerði sér lítið fyrir og greip um klof sitt þegar úrslitin voru ljós. Hann gekk svo enn lengra þegar hann kyssti knattspyrnustjörnuna Jennifer Hermosoá munninn eftir leikinn. Það var talið hann myndi segja af sér en annað kom á daginn, hann neitar víkja. Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður veit allt um málið.

Frumflutt

25. ágúst 2023

Aðgengilegt til

24. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,