Síðdegisútvarpið

5.september

Konurnar tvær sem læstu sig við möstur hvalveiðiskipanna Hval 8 og 9 í gær eru komn­ar niður. Læstu kon­urn­ar sig við skip­in í þeim til­gangi mót­mæla hval­veiðum Hvals hf., sem hefjast á næstu dög­um. Linda Blöndal fréttamaður hefur fylgst með þessari atburðarás og við heyrum í henni hér rétt á eftir. Við heyrum líka viðtal sem hún tók við leikarann og leikstjórann Benedikt Erlingsson en þann 19. september 1987 fóru þrír menn úr Hvalavinafélaginu um borð í Hval 9 sem við festar í Hvalfirði og hlekkjuðu sig við hvalabyssu og mastrið í útsýnistunnu. Báturinn var nýkominn í land með fjórar sandreyðar.Sá þremenninganna sem festi sig við byssuna var Benedikt Erlingsson leikari sem þá var 18 ára.

Á morgun þann 6. september leggur fimm manna hópur listamanna í langferð til Kullorsuaq á Grænlandi. Þetta er ferð sem á rætur sínar rekja til skákfélagsins Hróksins sáluga. Leiðangursmenn munu kynna sirkuslistir, skák, dans og kvikmyndalist fyrir börnum. Það verður hátíð á fjórum stöðum á vestur-Grænlandi à 74 breiddargráðu. Margrét Jónasdóttir talsmaður hópsins kemur til okkar og segir okkur frá ferðinni og tilgangi hennar.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Ragna Kristinsdóttir geðhjukrunarfræðingur geðheilsuteymi og Tómas Kristjánsson doktor í sálfræði, starfar fyrir Píeta samtökin ásamt því kenna við og starfa hjá Kvíðameðferðarstöðinni koma til okkar á eftir og ræða geðheilbrigðismál í gulum september.

Almar Atlason, sem er kannski best þekktur sem Almar í kassanum bjó mest allt sumar í tjaldi upp á hól í miðri Höfn í Hornafirði, og það á miðri frisbý-golfbraut. Þetta var gjörningur sem var gerður til minnast þess þegar samtíma-myndlist kom fyrst til Hornafjarðar, en þá bjó fyrsti listmálari Íslendinga, Ásgrímur Jónsson í tjaldi, upp á hugsanlega sama hól og málaði þaðan landslagið. Almar gerði slíkt hið sama. er Almar ramma myndirnar inn og ætlar svo gista í tjaldinu í næstu viku í Listasafni Svavars Guðnasonar.

Valdimar Örn Flygering leikari og leiðsögumaður er fluttur í sveitina nánar tiltekið á Suðurlandið. Við hringjum í Valdimar og heyrum af ástæðunni fyrir því flytja af mölinni og spilum í kjölfarið nýútkomið lag með hljómsveitinni hans Hráefni

Norski dýraverndunarsinninn Samuel Rostøl er staddur hér á ladi og er í mótmælasvelt

Frumflutt

5. sept. 2023

Aðgengilegt til

4. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,