Síðdegisútvarpið

Dr.Football,Þorgerður Katrín og Silja Bára um hörkuna í forsetakosningunum vestanhafs

Það er engin lognmolla í stjórnmálunum en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íhugar alvarlega bjóða sig fram til forseta en hún mun tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum. Óhætt er segja ákveðin óvissa í ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Við ætlum heyra í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar á eftir og ræða þessi mál við hana.

Aukinn hiti er færast í leikinn um baráttuna um forsetastólinn í Bandaríkjunum og síðast í gær líkti Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi farand og flóttafólki við dýr í kosningaræðu í Michigan. Við ætlum heyra í Silju Báru Ómarsdóttur stjórnmálafræðiprófessor en hún er einmitt stödd vestanhafs og ræða stöðuna í bandarískum stjórnmálum við hana.

Akureyringar ráku upp stór augu í morgun þegar þeim var litið á Hlíðarfjall og sáu gríðarstórt snjóflóð hafði fallið í fjallinu nokkuð norðan við sjálft skíðasvæðið.

Flóðið var framkallað af mannavöldum í öryggisskyni og við ætlum heyra í Jóni Páli Eyjólfssyni sem er í forsvari fyrir fyrirtækið 1001 Tindur, en fyrirtækið sérhæfir sig í áhættumati fyrir snjóflóð.

Fyrsta umferð Bestu deildar karla er um helgina og við ætlum spá aðeins í spilin með Dr. Football, Hjörvari Hafliðasyni, sem sest niður með okkur strax loknum fimm fréttum.

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður hefur fylgst náið með gangi mála í pólitíkinni í dag og hún ætlar koma til okkar eftir smá stund.

Frumflutt

3. apríl 2024

Aðgengilegt til

3. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,