Síðdegisútvarpið

Krýning í Köben, fjarlækningar, sorphirða og sameining háskóla.

Margrét Þórhildur Danadrottning lýsti því yfir í nýársávarpi sínu hún ætlaði segja af sér eftir 52 ár á valdastóli og eftirláta Friðriki syni sínum krúnunni. Þó Danir muni eflaust sjá eftir drottningunni ríkir meðal almennings mikil eftirvænting í aðdraganda krýningardagsins sem er núna næsta sunnudag. Í ljósi þess eru lestarmiðar frá Jótlandi og Fjóni til Kaupmannahafnar þann morgun nær uppseldir. Við hringjum til Höllu Benediktsdóttur í Jónshúsi og hlerum stemninguna í Kaupmannahöfn.

Í framhaldi af spjalli okkur við Höllu í Jónshúsi ræddum við lítillega við Birtu Björnsdóttur yfirmann erlendra frétta og heyrðum af verðandi útsendingu og umfjöllun frá krýningardeginum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Athöfninni verður gerð skil á Ruv.is

geta neytendur nýtt sér faglega þjónustu húðlækna á netinu en nýleg þjónusta Húðvaktarinnar býður upp á slíkt. Þar starfa húðæknar með margvíslega reynslu með það markmiði veita hágæða og fljótlega heilbrigðisþjónustu sem er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er í gegnum netið. En er hægt lækna kvilla í gegnum netið ? Við komumst því í þættinum og fræðum um Húðvaktina frá Rögnu Hlín Þorleifsdóttur húðlækni og einum eiganda.

Fulltrúar háskólaráðs Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafa samþykkt hefja sameiningarviðræður. Saman mynda skólarnir næststærsta háskóla landsins. Við heyrum í rektor Bifrastar Margrét Jónsdóttur Njarðvík.

Frá því var greint í gær bandaríski íþróttavörurisinn Nike og bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafi bundið enda á samstarf sitt sem staðið hefur síðastliðinn 27 ár. Tiger Woods er eins og kunnugt er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, en hann hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. En hvernig gengur svona samstarf fyrir sig og hvaða afleiðingar hefur það fyrir svo sterkt vörumerki skipta um nafn á samstarfsaðila? Árni Pjetursson starfar sem framkvæmdastjóri hjá Nike í Evrópu við spyrjum hann út í þau mál.

Eitthvað hefur borið á því í hverfisgrúppum borgarinnar illa gang aði hirða um sorp. Við ætlum hefja þáttinn á því heyra í Guðmundi Friðrikssyni skrifstofustjóra hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar

Frumflutt

9. jan. 2024

Aðgengilegt til

8. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,