Síðdegisútvarpið

8.ágúst

Lögreglan í Vestmannaeyjum er með mál til meðferðar vegna manns sem fór í Surtsey í leyfisleysi. Maðurinn sem birti myndband af ferðinni á TikTok og hefur verið kærður til lögreglu af Umhverfisstofnun. Óheimilt er fara í eyjuna nema með skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar sem oftast eru veitt vísindamönnum. Við ætlum heyra í Bjarna Diðriki Sigurðssyni líffræðingi og gjaldkera Surtseyjarfélagsins á eftir en hann hefur starfað rannsóknum við eyjuna í yfir tuttugu ár og spyrja hann meðal annars út í það hvers vegna Surtsey var sett á skrá hjá Unesco og hvað verið rannsaka í eynni.

Við höfum fylgst með íslensk­um full­trú­um á al­heims­móti skáta í fjölmiðlum undanförnu. Mikil hitabylgja geysaði á því svæði í Suður Kóreu þar sem mótið fór fram og skortur var á innviðum, mat og drykk fyrir þá 43 þúsund skáta sem sækja mótið. Í gær var svo ákveðið rýma mótssvæðið í dag vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga en fellibylurinn stefnir beint á mótssvæðið. Á mótinu eru þrjár sveitir íslenskra skáta og einn af fararstjórum íslensku skátanna Guðjón Rúnar Sveinsson verður á línunni hjá okkur.

Við ætlum heyra á eftir í nýstyrni íslendinga í CrossFitt Bergrósu Björns­dóttur en hún tryggði sér fyrir helgi brons­verð­laun í flokki sex­tán til sau­tján ára stelpna á heims­leikunum Cross­fit sem fram fóru í Banda­ríkjunum. Þetta var í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heims­leikunum og verður þessi árangur því teljast stórkostlegur.

Það eru margir sem minnast þess hafa farið í Kerlingafjöll hér á árum áður en árið 1961 var stofnaður þar skíðaskóli og svæðið var vinsælt skíðasvæði allt til ársins 2000 þegar það var aflagt. Mikil uppbygging hefur staðið yfir í Kerlingafjöllum undanfarin misseri en þar verður í framtíðinni rekin heilsárs ferðaþjónusta þar sem boðið verður upp á ýmsa afþreyingu jafnt sumar sem vetur. Hrafnhildur skellti sér fjöllin um helgina og hitti þar fyrir Sigurð Daða Friðriksson rekstarstjóra Higland Base Kerlingafjöll og tók hann tali.

En við byrjum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið er í Oirschot í Hollandi. Þar er okkar kona búin vera síðustu daga Hulda Geirsdóttir en hún mun flytja okkur fréttir af mótinu í sjónvarpi og útvarpi en í kvöld verður fyrsta samantekt frá keppni dagsins í sjónvarpi allra landsmanna.

Frumflutt

8. ágúst 2023

Aðgengilegt til

7. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,