Síðdegisútvarpið

17.október

Í apríl birti Heimildin ítarlega umfjöllun unna af Aðalsteini Kjartanssyni og Helga Seljan um Súðavíkurflóðið undir yfirskriftinni "Þau þurftu ekki deyja". Snjóflóð­ið sem féll á Súða­vík­ur­þorp í janú­ar 1995 kostaði 14 manns líf­ið. Að­stand­end­ur telja gögn stað­festi fyrri grun þeirra. Yf­ir­völd hafi gert fjöl­mörg mis­tök í að­drag­anda flóðs­ins, huns­að að­var­an­ir og brugð­ist skyld­um sín­um. Í gær eftir 28 ára bið fengu aðstandendur þeirra sem fórust í flóðinu loks áheyrn Alþingis á nefndarfundi og vonast þau til Alþingi skipi opinbera rannsóknarnefnd í kjölfarið. Við ætlum til okkar á eftir Hafstein Númason og Mayu Hranhildardóttur en þau eru meðal þeirra sem hafa leitt hóp á annan tug aðstandenda sem krafist hafa þess aðdragandi og eftirmál snjóflóðsins verði loksins rannsökuð.

Þing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle verður haldið í Hörpu og á Reykjavík EDITION 19. til 21. október . Þar verða yfir 200 málstofur með um 700 ræðumönnum:

utanríkisráðherrum, umhverfisráðherrum og forystumönnum vísindastofnana, umhverfissamtaka, fyrirtækja og frumbyggjasamfélaga. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og stofnandi hringborðs Norðurslóða kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Í gær bauð Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við Skóla - og frístundasvið Reykjavíkurborgar áhugasömum á Stefnumót við gervigreind í menntun.

Á stefnumótinu var fjallað um hvernig gervigreindin getur nýst í menntun og hagnýting hennar, takmörk og mennska hennar skoðuð. Þarna voru flutt mörg áhugaverð erindi og við ætlum til okkar á eftir Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennara í Norðlingaholti en hann er einn þeirra sem þarna tók til máls og kafa dýpra í þessi mál með honum.

Í kvöld er Kveikur á dagskrá en þar verður fjallað um umhverfisslys sem varð þegar þúsundir laxa sluppu úr eldiskví í Patreksfirði og í seinna umfjöllunarefni þáttarins verður kastljósinu beint skólakerfinu sem hugsa þarf upp á nýtt vegna tækniþróunar ? ekki síst tilkomu gervigreindar. Þau María Sigrún Hilmarsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson umsjónarmenn Kveiks koma til okkar og segja frá.

Árlegt Kótilettukvöld Samhjálpar verður haldið fimmtudaginn 19. okt nk. þjóðlegi og góði réttur kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi verður á boðstólnum auk þess sem boðið verður upp á ýmislegt til skemmtunar Steingerður Steinarsdóttir er verkefna- og ritstjóri Samhjálpar og við sláum á þráðinn til hennar.

Frumflutt

17. okt. 2023

Aðgengilegt til

16. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,