Síðdegisútvarpið

25. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Þúsundþjalasmiðurinn Daníel Geir Moritz lenti í heilmiklu geitungaævintýri austur í Neskaupstað þegar hann bauðst til aðstoða íbúa nokkurn við fjarlægja geitungabú. Verkefnið reyndist nokkuð viðameira en reiknað var með þegar á hólminn var komið. Okkur lék forvitni á vita meira og Daníel var á línunni. Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar skoðar lagalega óvissu sem sögð er ríkja um stöðu Agnesar Sigurðardóttur í embætti biskups Íslands. Skipun hennar hefur verið framlengd tvisvar á síðustu tveimur árum, en hún hyggst hætta störfum á næsta ári. Við ræddum við Pétur Markan biskupsritara.

Þaðan héldum við á Reykjanesskagann þar sem eldgosið í Litla-Hrút hefur staðið yfir í rétt rúmar tvær vikur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur kíkti til okkar og fór yfir stöðuna. Í Morgunblaði dagsins ræddi hann m.a. þann möguleika gosvirkni kynni færast í átt til norðausturs, en því kynnu fylgja nýjar áskoranir.

Framundan í kvöld er kannski stærsti leikur sumarsins í félagsliðafótboltanum karlamegin þegar lið Breiðabliks mætir danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn á Kópavogsvelli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Ýmsar Íslandstengingar er finna á milli félaganna tveggja, m.a. leikur sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika með liði FCK. Við tókum aðeins púlsinn á stemmningunni í Kópavogi fyrir leiknum og heyrðum í Kristjáni Inga Gunnarssyni, fjölmiðlafulltrúa Breiðabliks.

Steiney Skúladóttir er á ferð um landið og hún skellti sér um borð í uppsjávarskipið Venus á Vopnafirði og hitti þar fyrir Berg Einarsson skipstjóra.

Sigrún Arna Aradóttir hefur prjónað frá unglingsaldri, en í seinni tíð hefur hún líka farið í það gera prjónauppskriftir við góðan orðstír. Hún hefur útvíkkað áhugamálið og selur orðið uppskriftir og garn í gegnum vefsíðu sína. Þar er ýmislegt forvitnilegt sjá, sem allt tengist náttúrunni á einn eða annan hátt. Sigrún kíkti til okkar í prjónaspjall.

Tónlist:

Friðrik Dór - Bleikur og blár.

Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.

Klemens Hannigan - Spend Some Time On Me Baby.

Mannakorn - Gamli Góði Vinur.

Lizzo - About Damn Time.

James Taylor - Fire And Rain.

Stephen Sanchez - Until I Found You.

Hr. Hnetusmjör - Eitt fyrir klúbbinn.

Mugison - Stóra stóra ást.

Frumflutt

25. júlí 2023

Aðgengilegt til

24. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,