Síðdegisútvarpið

Vinningshafar í Lottóinu, matarráð fyrir páskana, SOS barnaþorpin í Króatíu og Aldrei fór ég suður

Íslensk Getspá sendi frá sér tilkyninngu þess efnis enn hefði ekki tekist hafa upp á vinningshafanum sem hafði allar tölur réttar í Lottóinu síðasta laugardag. Miðinn var keyptur á netinu en þar var notandinn bara skráður með heimasíma og vitlaust netfang. Hún Halldóra María Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Íslenskri Getspá ætlar kíkja til okkar og við ætlum heyra aðeins meira af þessum máli en forvitnast líka aðeins um hvernig gengur yfirleitt hafa upp á vinningshöfunum og hvort það hljóti ekki vera skemmtilegt starf tilkynna fólki um stóra vinninginn.

Páskahátíðin er framundan og hlustendur Rásar 2 og hlaðvarpsnotendur sett sig í stellingar fyrir ýmislegt hljóðgæti sem boðið verður upp á í dagskrá Rásarinnar yfir hátíðina. Það verður meðal annars boðiði upp á þættina Fyrra Líf: Gunni Hilmars,í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Þar er sagt frá viðsnúningi Gunna úr tískumógulli yfir í fullburðar tónlistarmann á nánast miðjum aldri. Gunnlaugur ætlar setjast niður með okkur og segja okkur betur frá.

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari kemur til okkar á eftir og við ætlum ræða við hana um allt er viðkemur mat um páskahátíðina. Hún er þekkt fyrir geta eldað úr öllu og henni er meinilla við matarsóun. Meira um það hér á eftir.

Eins og alltaf um páska verður Aldrei fór ég suður fyrir vestan og við ætlum heyra í okkar manni Kristjáni Frey og spyrja hann útí hátíðina og útí það hvort líf farið færast í bæinn.

Í kvöld verður á dagskrá rúv nýr heimildarþáttur þar sem Eva Ruza og Tinna systir hennar heimsækja Króatíu. Þær þekkja landið betur en flestir, enda er pabbi þeirra þaðan. Á ferðalaginu kynna þær sér sögu Balkanskagastríðsins og hvaða áhrif það hefur haft á landið, ásamt heimsækja SOS Barnaþorpin sem ekki sinna öllum sem þurfa aðstoð. Og til segja okkur betur frá þessari heimsókn og því sem við megum eiga von á sjá í sjónvarpinu í kvöld koma til okkar Eva, Tinna og Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpnanna á Íslandi.

En við byrjuðum þáttinn á Birni Malmquist sem staddur var í Brussel þar sem vorboði heimamanna, hvítur aspas er kominn í verslanir.

Frumflutt

27. mars 2024

Aðgengilegt til

27. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,