Síðdegisútvarpið

15.júní

Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu hermi og færnisetra í Reykjvík og Akureyri þar sem koma Heilbrigðisráðuneytið, Hákskóla-, iðnaðar - og nýsköpunaráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landsspítalinn og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Samningurinn snýst um styrk ríkissins fjárhæð rúmlega 300 milljóna króna til þess byggja upp og efla færnikennslu í læknis og hjúkrunarfræðum. Unnur Þorsteinsdóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands kemur til okkar og segir okkur frá því hvaða þýðingu þetta hefur.

Hvað fóru margir í sund á síðasta ári? Hvaða sundlaug er vinsælust ? Hvaða hverfi í Reykjavík er minnst ? í dag var hleypt af stokkunum Gagnahlaðborði hjá Reykjavíkurborg þar sem svör við öllum þessum spurningum og mörgum fleiri er hægt finna. Upplýsingarnar geta nýst til rannsókna, nýsköpunar, samfélagsrýni eða til gamans. Þau Bryndís Eir Kristinsdóttir framleiðandi og Þorbjörn Þórarinsson gagnasérfræðingur koma til okkar á eftir og segja okkur allt um Gagnahlaðborðið.

Nýjasti stórmeistarinn okkar í skák heitir Vignir Vatnar og hann er einungis tvítugur aldri. Hann byrjaði í skák 6 ára gamall og hef ekki misst áhugann síðan og er hann búinn opna skákskóla til kenna skák og til vekja athygli á skákíþróttinni. Vignir Vatnar kemur til okkar á eftir.

Í dag kemur til okkar par sem hljóp samtals 139 kílómetra á rúmlega 31 klukkustund. Þetta segir ykkur ekki mikið en Salomon Hengill Utlra Trail utanvegahlaupið er meira en eitthvað fyrir meðal manninn. Við fáum alla söguna frá þeim Sölva Snæ Egilssyni og Dalrósu Ingadóttur strax loknum fimm fréttum.

EFLA landaði nýverið sínu stærsta verkefni til þessa í Svíþjóð en umsvif fyrirtækisins þar í landi hafa aukist gríðarlega síðustu ár. Verkefnið varðar orkuflutning, þ.e.a.s. hönnun nýrrar 400 kV háspennulínu sem er um 90 km löng og tengir saman borgirnar Hallsbergs og Timmersdala sem liggja mitt á milli Gautaborgar og Stokkhólms. Steinþór Gíslason framkvæmdastjóri EFLU AB dótturfélags EFLU í Svíþjóð kemur til okkar á eftir en hann fer fyrir þessu stóra verkefni í Svíþjóð.

Starfsfólk skaðaminnkunarúrræðisins Frú Ragnheiðar auglýsti í morgun eftir litlum tjöldum og hlýjum sokkum og vettlingum fyrir skjólstæðinga sína. Hafrún Elísa er teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Frú Ragnheiði og hún er á línunni.

Frumflutt

15. júní 2023

Aðgengilegt til

14. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,