Síðdegisútvarpið

10. júlí

Nanna Bryndís í Bæjarbíói

Tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hófst í enda júnímánaðar og nær hámarki á næstu vikum. Á miðvikudaginn næsta mun Nanna, söngkona Of Monsters and Men verða með sína fyrstu sólótónleika á Íslandi í Bæjarbíói áður en hún fylgir glænýrri plötu sinni víða um heim. Síðdegisútvarpið tók púlsinn á Nönnu í Hafnarfirði fyrr í dag.

Jarðskjálftar

Og enn skelfur jörð. Um 11.900 skjálftar hafa mælst frá því jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga á þriðjudag, stærsti af stærðinni 5,2 sem fannst vel víða um land í gær. Ekkert bólar þó enn á gosi, eða hvað? Fréttastofan hefur staðið vaktina síðustu daga og fylgst grannt með gangi mála. Ari Páll Karlsson fréttamaður veit allt um málið og hann ætlar kíkja til okkar í stúdíó og segja okkur frá.

Pink X Ray, skapandi sumarstörf í Kópavogi

Hljómsveitin Pink X-Ray er splunkunýtt kvennapoppdúó frá Reykjavík. Þær hafa sent frá sér nokkur lög og lýsa lagasmíðum sínum sjálfar sem tónlist fyrir heitt fólk. Vinkonurnar Iðunn Gígja Kristjánsdóttir og Margrét Rún Styrmisdóttir Ísberg ætla kíkja til okkar og segja okkur frá.

Arnar Eggert Thoroddsen Skrapt til Færeyja um helgina

Tónlistarhátíðin Skrapt fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Í bland við þarlent tónlistarfólk komu gestir frá Bretlandi, Danmörku og Íslandi en þar spiluðu meðal annars þau Dj. Flugvél og geimskip, Hermigervill, Cell 7 og Gugusar. Arnar Eggert Thoroddsen var á svæðinu og kemur beinustu leið úr flugvélinni til okkar í hljóðver og segir okkur frá þessari nýju tónlistarhátíð frænda okkar frá Færeyjum.

Saga Garðars og Snorri Helga með uppistand og tónlist

En fyrsta mál á dagskrá, sprelligosinn Saga Garðarsdóttir hjólaði til okkar í blíðunni og er sest hjá okkur. Hún er reyndar á leið norður þar sem hún og maðurinn hennar Snorri Helgason munu troða upp á Minjasafninu á Akureyri á fimmtudag klukkan átta.

Frumflutt

10. júlí 2023

Aðgengilegt til

9. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,