Síðdegisútvarpið

20. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson.

Við byrjuðum á því heyra af tilnefningu samtakanna World Cleanup Day til hópeflisverðlauna sjálfbærnisamkeppni Sameinuðu þjóðanna. Tómas Knútsson, einn af stofnendum samtakanna, er á leið til Rómar til vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna og hann var á línunni.

Heimildamynd Sigurjóns Sighvatssonar, Exxtinction Emergency, hlaut á dögunum verðlaun á kvikmyndahátíðinni Montreal Independent Film Festival í Kanada. Myndin fjallar um tilurð og baráttu umhverfissamtakanna Extinction Rebellion sem varð til í kjölfar sláandi skýrslu um loftslagsbreytingar árið 2018. Við fengum Sigurjón Sighvatsson í heimsókn sem sagði okkur frá myndinni og mikilvægri baráttu samtakanna á tímum aukinna hlýinda í heiminum.

Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu er ekki bara dugleg jurtalita og taka á móti ferðamönnum, hún er líka afkastamikil orðin í spilaútgáfu og hennar þriðja spil, Fuglaspilið er nýútkomið. Við slógum á þráðinn austur fyrir fjall og heyrðum aðeins í Guðrúnu.

Atli Fannar Bjarkason kom til okkar í hinn vikulega lið Meme vikunnar og hann kenndi okkur verða rík.

Sumarhátíð ÍslandRover var haldin í félagsheimilinu Árbliki í Dölum síðustu helgi. Í sérlegu happadrætti hátíðarinnar var vitanlega Land Rover jeppi fyrsti vinningur og hreppti Guðmundur Líndal Pálsson hnossið. Guðmundur ók himinlifandi heim á vinningum, árgerð 1962 strax eftir hátíð. Við heyrðum í Guðmundi Líndal Land Rover áhugamanni.

Tónlist:

ALBATROSS - Ég ætla skemmta mér.

KHRUANGBIN - Texas Sun (ft. Leon Bridges).

VALDIMAR - Stundum.

BRUCE SPRINGSTEEN - Dancing In The Dark.

ZIGGY - The times they are a changing.

HREIMUR - Get ekki hætt hugsa um þig.

THE CURE - Just Like Heaven.

Helgi Björnsson - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker.

R.E.M. - The One I Love.

JEFF WHO - Barfly.

WHAM - Everything she wants.

Frumflutt

20. júlí 2023

Aðgengilegt til

19. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,