Síðdegisútvarpið

15.september

Líkt og kom fram í fréttum í vikunni missa þrjátíu manns vinnuna þegar Síldarvinnslan hættir bolfiskvinnslu á Seyðisfirði í lok nóvember. í fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni kemur fram bolfiskvinnslan á Seyðisfirði komin til ára sinna og ekki samkeppnishæf við þær fullkomnustu. Kostnaður við endurbætur hleypur á hundruðum milljóna króna. Þá er fjármögnun orðin dýrari auk þess sem þorskheimildir hafa dregist saman. Hildur Þórisdóttir er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og íbúi á Seyðisfirði - við heyrum í henni í þættinum.

standa yfir leitir og göngur og sums staðar er búið rétta en annars staðar ekki. Þórarinn Ingi Pétursson er sauðfjárbóndi og alþingismaður á Grund í Grýtubakkahreppi Hann er í þann mund leggja af stað í sínar aðrar göngur við heyrum í Þórarni.

Maríanna Friðjónsdóttir sjónvarpsframleiðandi er á ferðalagi í Suður Evrópu en Maríanna sem jafnan býr í Danmörku hefur undanfarin ár flutt til Portúgal yfir vetrartímann ásamt móður sinni og engin undantekning er á því í ár. Við ætlum hringja í Maríönnu á eftir sem líklega er koma sér fyrir á einhverju tjaldstæði í Þýskalandi á leið sinni suðureftir.

Það búast við allt verði á suðupunkti í Laugardalnum á morgun þegar Víkingur og KA menn mætast í úrslitaleik bikarkeppni karla í fótbolta. Saga liðanna er ansi ólík eins og Einar Örn Jónsson hefur komist að. Hann kemur á eftir og upplýsir okkur nánar.

Atli Þór Matthíasson er með hljómsveitina Queen á heilanum, ástandið hefur verið viðvarandi í áratugi og virðist ekkert vera skána. Hann fer árlega á Queen ráðstefnur og er fyrsti maður á staðinn þegar Queen sýningar eru opnar. Nýverið var hann í Sviss á Queen ráðstefnu og þar heltist yfir hann andi Freddie Mercury sem varð til þess Atli fór upp á svið í Queen söngvakeppni og vann keppnina. Við heyrum brot af fluttningi Atla í þættinum og fáum söguna frá honum sjálfum.

Við í Síðdegisútvarpinu fengum ábendingu frá íbúa í Reykjavík nánar tiltekið úr hverfi 105 nema hvað ábendingunni fylgdi myndskeið úr sorpgeymslu fjölbýlishússins. Það er skemmst frá því segja geymslan var yfirfull og þrátt fyrir góðan hug íbúa flotta rétt í allar tunnur var allt á víð og dreif í geymslunni með tilheyrandi ólykt og óþrifaði. En hvað veldur ? Í símanum er Guðmund B. Friðriksson Skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs hjá borginni.

Frumflutt

15. sept. 2023

Aðgengilegt til

14. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,