Síðdegisútvarpið

23.maí

Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um tæknifrjóvgun sem heimilar notkun kynfrumna eftir andlát, skilnað eða sambúðarslit gegn skriflegu og vottuðu samþykki. Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði langa færslu á fésbókarsíðu sína í dag þar sem hún fagnar því skrefi sem þar er stigið en í færslunni beinir hún sjónum afskaplega vondri og gamaldags reglu sem hún á satt best segja erfitt með trúa hafi ratað inn í annars ágætt frumvarp. Við spyrjum Hildi út í kosti og galla frumvarpsins á eftir.

Ólafur Egilsson tók sér í gærkvöld embætti formanns Félags Leikstjóra á Íslandi. Ólafur ætlar kíkja til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir og við spyrjum hann út í formannsembættið.

Til draga úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem raftæki hafa er mikilvægt hagsmunaaðilar ræði saman og finni lausnir. Saman gegn sóun, Sorpa, Úrvinnslusjóður og Tækniskólinn bjóða öllum sem starfa við og/eða hafa áhuga á hönnun, sölu, notkun og endurvinnslu raftækja til fundar í Góða hirðinum á morgun. Birgitta Steingríms og Þorbjörg Sandra frá Umhverfisstofnun koma í þáttinn og segja okkur betur frá þessu.

Það er fólki eflaust ferskt í minni þegar bíl var ekið inn í bakarí Snorra Stefánssonar á Sauðakróki, Sauðárkróksbakarí. Þetta var ekki bara áfall fyrir Snorra sjálfan heldur líka íbúa bæjarins. Eigandi Hard Wok ákvað legga sitt af mörkum í gær og styðja við bakið á bakaranum með því selja hamborgara og rann salan á þeim beint í söfnun til koma bakaríinu á laggirnar sem fyrst. Hrafnhildur Viðarsdóttir eigandi naglasnyrtistofunnar Game Of Nails lét ekki sitt eftir liggja og er hún líka búin vera safna fyrir bakarann. Við heyrum í henni á eftir.

Íslensku menntaverðlaunin verða veitt Bessastöðum í nóvember og þó svo okkur finnist kannski of snemmt huga einhverju sem mun eiga sér stað í nóvember þá ætlum við aðeins beina sjónum okkar þessum verðlaunum í dag en skilafrestur á tillögum til tilnefninga er til 1. júní sem rennur brátt upp. Gerður Kristný rithöfundur veit miklu meira um þessi verðlaun og hún verður gestur okkar á eftir.

En við byrjum á þessu. Það hefur blásið hressilega á landinu í dag og eru gular viðvaranir víða. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur er á línunni og við tökum stöðuna á landinu öllu.

Frumflutt

23. maí 2023

Aðgengilegt til

22. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,