Síðdegisútvarpið

31. ágúst

Þórður Marelsson og Fríða Halldórsdóttir eru eigendur Fjallavina sem þau stofnuðu árið 2011. Þau hafa bæði óendanlegan áhuga á heilsueflingu á fjöllum, útivist og almennt góðum og heilsusamlegum lífsstíl. Þau koma til okkar í þáttinn og segja okkur frá.

Við ætlum líka ræða við Ólaf J. Skúlason sem er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Ástandið er betra en oft áður hvað varðar mönnun hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra. En hver er ástæðan fyrir því fleira heilbrigðisstarfsfólk fæst í þessi störf við fáum vita það í þættinum í dag.

Alexander Kristjánsson fréttamaður fer með okkur út fyrir landsteinana með því færa okkur erlendann fréttapakka.

Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir hlutu nýverið styrk upp á 3 milljónir úr matvælasjóði til undirbúa og framleiða íslenskar eiturefnalausar húðvörur úr nautatólgi. Við heyru í Hildi á eftir sem talar við okkur frá Akureyri.

Atli Fannar Bjarkason mætir sjálfsögðu til okkar eins og alla fimmtudaga með Meme vikunnar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag nýja reglugerð um hert skilyrði fyrir hvalveiðum og strangara eftirlit með þeim. En í gær bárust fréttir þess efns ef við héldum áfram hvalveiðum þá ætti íslenskur kvikmyndainaður von á vera sniðgengin af Hollywood. Við setjum okkur í samband við Baltasar Kormák og fáum hans viðbrögð.

Frumflutt

31. ágúst 2023

Aðgengilegt til

30. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,