Síðdegisútvarpið

Rithöfundar, vasapeningar aldraðra, óstundvís Strætó og margt fleira

Bragi Páll Sigurðarson er einn af 205 rithöfundum sem skrifaði undir áskorun um íslenska ríkið fordæmi þjóðarmorð Ísraelsríkis á saklausum borgurum í Palestínu eins og það er orðað í áskoruninni. Þá skorar hópurinn á valdhafa Íslands fordæma árásir Ísraels á Palestínu, beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Einnig skora rithöfundar á stjórnvöld sjá til þess palestínskum ríkisborgurum sem staddir eru á Íslandi tafarlaust veitt vernd og fjölskyldusameining hér á landi.

Kona Braga, rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, er úti í Egyptalandi ásamt Kristínu Eiríks, einnig góðkunnur rithöfundur, og svo Maríu Lilju Þrastardóttur, þar sem þær hafa aðstoðað flóttafólk frá Palestínu líkt og þær krefjast ríkið geri

Við ætluim ræða dagpeninga aldraðra áfram, en ellilífeyrisþegar sem fara á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði og skammtaðir vasapeningur. Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins ætlar útskýra þetta fyrir okkur, en flokkurinn hefur barist fyrir breyta þessu kerfi í áraraðir.

Ef þú tekur strætó staðaldri eru allar líkur á þú hafir orðið of seinn. Strætó hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir óstundvísi. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó kemur og spjallar við okkur um þetta.

Lífið er núna, dagurinn er á morgun, fimmtudag. Tilgangur dagsins er minna fólk á staldra aðeins við, njóta líðandi stundar og gefa sér tíma. Einnig er tilvalið nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér. Það er Kraftur stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra sem stendur fyrir deginum og við ætlum til okkar á eftir Þórunni Hildi Jónasdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Krafti og Ásu Nishanthi Magnúsdóttur en Ása greindist með eitilfrumukrabbamein 29 ára gömul og ætlar hún segja okkur sögu sína í þættinum.

Og svo er það blessuð verðbólgan. Seðlabankastjóri tilkynnti í dag stýrivextir væru áfram óbreyttir eða 9,25%. Það þýðir hærra matvælaverð, þyngri greiðslubyrði og almennt hark. Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna ætlar tala við okkur um það hvernig verðbólgan er fara hafa áhrif á líf okkar og hvort kannski einhverjir fleiri en almenningur mættu fara axla ábyrgð í þessu risavaxna verkefni.

Lagalisti:

Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.

THE KILLERS - Human.

Bubbi Morthens - Jakkalakkar.

U2 - Atomic City.

ELÍN HALL - Vinir.

Magdalena Júlía Mazur Tómasdóttir - Never enough.

COLDPLAY - Clocks.

VÉDÍS - Blow My Mind.

ALANIS MORISSETTE - Ironic.

NÝDÖNSK - Stundum.

Frumflutt

7. feb. 2024

Aðgengilegt til

6. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,