Síðdegisútvarpið

Eldgos við Grindavík, krýning konungs, refurinn Jarl og færeyingar á EM í handbolta

Ímyndið ykkur vera í þeirri stöðu mega ekki fara heim. Horfa upp á húsið sitt brenna í beinni útsendingu, húsið sem þú skapaðir minningar með fjölskyldunni þinni eða sem þú ætlaðir skapa fallegar minningar með fjölskyldunni þinni. Þetta er ein af fjölmörgum færslum á samfélagsmiðlum sem birtust í kjölfar eldgossins sem hófst í gærmorgun við Grindavík. Það er erfitt fyrir okkur hin setja okkur í spor þeirra sem þarna búa og eiga allt sitt undir. Kristín María Birgisdóttir er upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar við heyrum í henni hér eftir smá stund.

Guðrún Sóley Gestsdóttir dagskrárgerðarkona hefur verið á ferð í Grindavík í dag og hún talaði þar við Hafþór Örn Kristófersson úr Björgunarsveit Suðurnesja og við fáum heyra það hér á eftir.

Tugir þúsunda komu saman í miðborg Kaupmannahafnar í gær til hylla nýjan konung, Friðrik tíunda. Konungurinn sagðist taka við embættinu með þakklæti og gleði í hjarta. sem veit allt um málið og fylgdist vel með heitir Birta Björnsdóttir og hún er fréttamaður hér á RÚV, við ætlum Birtu til okkar á eftir til fara yfir þetta með okkur.

Refurinn Jarl hefur slegið í gegn í EM stofunni hér á RÚV, en Jarl hefur verið spannspár um leiki Íslands á EM í handbolta hingað til. Hann spaír fyrir um alla leiki Íslands á mótiu og hann er búsettur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík. Við ætlum forvitnast betur um Jarl og sem veit allt um hann heitir Unnur Sigurþórsdóttir en hún sér um fræðslu og kynningarmál fyrir Fjölskyldu og húsdýragarðinn.

Færeyingar sem eru á sínu fyrsta stórmóti í handbolta eiga enn möguleika á komast í milliriðla á EM karla í Þýskalandi en það ræðst í kvöld. Færeyingar mæta Pólverjum klukkan fimm og Norðmenn mæta svo slóvenum klukkan 19:30 og eru báðir leikirnir sýndi beint á RÚV 2.

Stemningin meðal Færeyinga hefur verið góð á mótinu og stemningin í Færeyjum hefur eflaust líka verið mjög mikil. Við ætlum hringja í Jógvan Hansen á eftir en hann er kom heim frá Færeyjum í dag en þar hefur hann dvalið síðustu þrjár vikurnar og spyrja hann út í hvort færeyingar séu ekki missa sig úr spenningi fyrir leiknum á eftir.

Í upphafi árs 2023 var mikið um vera á Dalvík en þá var Hafnarbrautinni breytt í leikmynd, þar og víðar annarstaðar í bænum var hluti af þáttunum Night Country sem er fjórða þáttaröðin í sakamálaþáttunum True Detective tekin upp. Í kvöld verður fyrsti þátturinn af sex sýndur á Stöð 2 og það ríkir mikil spenna ekki síst á Dalvík en Júlíus Júlíusson skrifar um þetta á vefnum sínum Julli.is við heyrum í honum.

Heitavatnslaust hefur verið í Grindavík síðan í gær þegar hraun flæddi yfir heitavatnslögn bæjarins en hvað þýðir þetta fyrir lagnakerfi húsa í bænum og hversu mikil hætta er á lagnir frostspringi við þessar aðstæður ? Á línunni hjá okkur er Böðvar Ingi Guðbjartsson pípulagningameistari og formaður félags pípulagningameistara.

Frumflutt

15. jan. 2024

Aðgengilegt til

14. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,