Síðdegisútvarpið

2. ágúst

Við fjölluðum um grenndargáma sl. mánudag þegar fréttir bárust af því yfirfullir grenndargámar væru gera íbúum í vesturbænum lífið leitt og tveir vaskir menn úr þeirra hópi hefðu tekið sig til mætt með kerru og tæmt allt rusl og fatnað sem ekki hafði komist í gámana. Annar þeirra Teitur Atlason kom til okkar í viðtal. í kjölfarið komu upp vangaveltur hvort nóg væri gert í tæmingu gámanna og þarna væru fatagámar Rauða krossins engin undantekning. Kristín S. Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastýra Rauða krossins hún kemur til okkar í þáttinn og svarar því.

Hinsegin dagar hefjast í næstu viku með þéttri dagskrá sem öll tengist fjölbreyti- og hýrleikanum á einhvern hátt. Boðið verður upp á grillveislu, uppistand, regnbogaráðstefnu og danskennslu svo eitthvað nefnt og það verður nóg um vera alla vikuna. Eins og venjulega kemur út tímarit Hinsegin daga sem lendir einmitt glóðvolgt úr prentsmiðjunni í dag. Til hita upp fyrir vikuna framundan fáum við til okkar Gunnlaug Braga Björnsson formann Hinsegin daga og tónlistarkonuna sem semur og flytur lag hinsegin daga í ár. Það er engin önnur en Una Torfadóttir sem hefur komið eins og stormsveipur í íslenskt tónlistarlíf og lagið heitir einmitt Þú ert stormur sem við fáum heyra.

Stærsta metalhátíð heims, Wacken open air, fer fram í Wacken, þorpi í Þýskalandi sem er undirlagt þessa dagana af málmhausum og áhugafólki um metal. Á hverju ári kemur fram fjöldi hljómsveita frá ýmsum löndum, meðal annars Íslandi. Sólstafir eru á meðal flytjenda á hátíðinni í ár og fregnir herma mikið rigni á gesti en stemningin frábær. Aðalbjörn Tryggvason eða Addi í Sólstöfum er nýlentur í Wacken, hann verður á línunni og segir okkur hvernig móttökurnar eru.

Verslunarmannahelgin er auðvitað á næsta leyti og það er ein stærsta vinnuhelgi ársins hjá mörgu tónlistarfólki. Þá er alltaf nóg gera hjá gleðigjafanum Herberti Guðmundssyni á þessum tíma. Hann ætlar troða upp á Vagninum á Flateyri á föstudagskvöld, taka gömul lög í bland við og þá verður varningur til sölu fyrir aðdáendur, meðal annars hettupeysa merkt Can't walk away sem er auðvitað nafnið á hans stærsta smelli. Herbert verður á línunni.

Fjölskylduhátíðin Sæludagar verður haldin í Vatnaskógi um Verslunarmannahelgina. Þar er boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá alla helgina fyrir unga sem aldna. Hátíðin hefst fimmtudaginn 3. ágúst og er sem fyrr fjölskylduvæn og vímuefnalaus. : Ögmundur Ísak Ögmundsson er verkefnastjóri Sæludaga við heyrum í honum.

En við byrjum á landsbyggðinni og þe

Frumflutt

2. ágúst 2023

Aðgengilegt til

1. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,