Síðdegisútvarpið

19.júní

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar sendi frá sér fyrir helgi ályktun vegna öryggismála í sveitarfélaginu þar sem bæjarstjórn hvetur ríkisvaldið til huga grunninnviðum í samfélaginu, t.d með öflugri löggæslu, til tryggja öryggi íbúa og ferðafólks á svæðinu. Fjöldi fólks sækir sveitafélagið Hornafjörð heim og haft hefur verið eftir Sigurjóni Andréssyni bæjarstjóra sveitarfélagsins öryggismál hvíli þungt á fólki. Við ætlum ræða þessi mál við Sigurjón hér á eftir en hann verður á línunni hjá okkur eftir stutta stund.

Fyrir skemmstu sáum við frétt þess efnis 26 ára gömul kona Susan Saunders sem á íslenskan föður og ástralska móður fær ekki dvalarleyfi á Íslandi. Þar með getur hún ekki búið í sama landi og báðir foreldrar hennar en faðir Susan, Jón Waagfjörð er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt móður hennar. Við ætlum hringja til eyja á eftir og Jón til segja okkur sögu þeirra og fara yfir það sem þau eru kljást við í kerfinu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru Evrópumeistarar í handbolta eftir lið þeirra Magdeburg hafði betur gegn Kielce, 30-29. Gísli meiddist í undanúrslitaleiknum en náði undraverðum bata, skoraði sex mörk og var maður leiksins. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður náði sambandi við Gísla Þorgeir á zoom fyrr í dag og við heyrum viðtalið í þættinum.

Í dag er 19. júní og það er Kvenréttindadagurinn á Íslandi. Þá er því fagnað konur á Íslandi 40 ára og eldri fengu kosningarétt þennan dag og kjörgengi til Alþingis árið 1915.

Kvenréttindafélagið fagnar í dag með útgáfu ársrits sem kemur út í ár í 72. sinn og í ár er líkaminn þema dagsins. Tatj­ana Lat­in­ovic formaður Kven­rétt­inda­fé­lags­ins kemur til okkar á eftir og segir okkur frá félaginu, deginum og ýmsu fleiru sem tengist kvennabaráttu.

Við ætlum fjalla um Klassíkina okkar síðan í þættinum en Guðni Tómasson annar umsjónarmannanna kemur til okkar. Klassíkin okkar er árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem marka upphafið nýjum menningarvetri og sem fyrr fær þjóðin hlutast til um efnisskrána. Veislan fer fram 1. september næstkomandi og verður í beinni útsendingu á RÚV.

En við byrjum á þessu, í dag verða haldin friðsamleg og þögul setumótmæli við bát Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Valgerður Árnadóttir er formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjandi þessara mótmæla og hún er á línunni.

Frumflutt

19. júní 2023

Aðgengilegt til

18. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,