Síðdegisútvarpið

Vantrauststillaga, leiðtogafundur í Brussel og villta vestrið í bílastæðamálum

Atkvæði verða greidd um vantrauststillögu þingmanna Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórnina á Alþingi í kvöld. Umræður um tillöguna eiga hefjast klukkan fimm. Við ætlum heyra í Höskuldi Kára Schram fréttamanni sem staddur er niðrá Alþingi hér á eftir. Og auðvitað verðum við síðan með puttann á púlsinum hér í seinnihluta þáttar þegar umræðurnar eiga sér stað.

Í nýrri færslu á vefsíðu FÍB kemur fram FÍB hefur óskað eftir aðgerðum af hálfu Neytendastofu vegna ófremdarástands við gjaldtöku á bílastæðum í borginni.

FÍB segir fjölda félagsmanna hafa haft samband til kvarta undan vanrækslugjöldum sem þeir vegna þess bílastæði óskyldra aðila liggja hlið við hlið og auðvelt ruglast á þeim. Í greininni er talað um græðisvæðingu þeirra fyrirtækja sem sjá um bílastæðin, of mikinn fjölda og í raun þetta eins og villta vestrið. Runólfur Ólafsson er formaður FÍB hann verður á línnunni hjá okkur á eftir.

Leiksýningin And Björk of course hefur verið til sýninga hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur en er búið setja sýninguna upp í Borgarleikhúsinu. Leikritið er eftir Þorvald Þorsteinsson og fjallar um ólíkar persónur sem koma saman á sjálfshjálparnámsekiði til finna sig. VIð ætlum til okkar á eftir þær Grétu Kristínu Ómarsdóttur leikstjóra verksins og Maríu Hebu leikkonu sem fer með aðalhlutverkið í sýningunni.

Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings lagði til á fundi ráðsins í síðustu viku hafinn verði undirbúningur því koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í samstarfi sveitarfélagsins, vinnustaða og félagasamtaka. Við ætlum heyra í Helenu á eftir og spyrja hana nánar út í þetta og hvaða þýðingu verkefni sem þetta geti haft á mótttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu.

En við byrjum á Birni Malquist í Brussel þar sem auka leiðtogafundur fer fram í dag.

Frumflutt

17. apríl 2024

Aðgengilegt til

17. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,