Síðdegisútvarpið

Þorgerður Katrín um kjarasamninga,Íris Róberts um húshitunarkostnað og Gísli Örn um Frost

Í tilkynningu á vef HS Veitna kemur fram nauðsynlegt hafi verið gera breytingar á gjaldskránni til bregðast við erfiðleikum í rekstri hitaveitunnar í Eyjum vegna raunhækkunar á raforkukostnaði, bilana á sæstreng Landsnets og skerðinga í raforkuframleiðslu með tilheyrandi kostnaðarauka vegna olíukaupa. Eyjamaður­inn Bjarni Ólaf­ur Guðmunds­son skrifaði um þetta færslu á FB og tal­ar þar um tugi pró­senta hækkun og mik­il viðbrögð hafa borist við færsluna og greinilegt íbúar eru mjög ósáttir og þetta er mikið hitamál í bænum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri verður á línunni hjá okkur og ræðir þessi mál auk þess sem hún segir okkur frá íbúafundi sem haldinn verður í kvöld um Samgöngumál til og frá Eyjum þar sem Innviðaráðherra og Vegamálastjóri verða meðal gesta

Sunnudaginn 17. mars verður samverustund Grindvíkinga í Hörpu, félagsheimili þjóðarinnar. Þar munu Fjallabræður stíga á stokk í Eldborgarsal ásamt mörgu af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar og er Grindvíkingum boðið á viðburðinn. Tilgangurinn er tvíþættur, skapa samverustund og til safna fjármunum til styðja við börn, unglinga og æskulýðsstarf í Grindavík. Einnig hefur verið stofnað Styrktarfélag barna í Grindavík og er félagið í stjórn Gríndvíkinga og Fjallabræðra. Á eftir koma til okkar þau Halldór Gunnar Pálsson Fjallabróðir og Inga Þórðardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur til segja okkur betur frá þessu samfélagsverkefni.

Í byrjun mánaðarins var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu sögnleikurinn Frost sem byggður er á Disney teiknimyndinni Frozen. Verkið hefur verið sett upp og notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar en við fáum sjá í Þjóðleikhúsinu nýja uppfærslu ævintýrisins og er hún í höndum Gísla Arnar Garðarssonar. Óhætt er segja þakið hafi ætlað rifna af húsinu í lok frumsýningarinnar, svo ánægðir voru leikhúsgestir á öllum aldri með sýninguna. Gísli Örn kemur til okkar á eftir.

Á morgun fimmtudag verður aðalfundur SKOTVIS haldinn. stjórnar- og verndaráætlun á veiðum á rjúpu verður kynnt, ásamt ýmsu öðru. Áki Ármann er formaður Skotvís hann kemur til okkar á eftir.

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF, verður haldin núna um helgina 16. og 17. mars 2024. Hátíðin er halda upp á tímamót í ár því hún á 10 ára afmæli.

Hátíðin fer fram í Bíó Paradís frá kl. 12:00 - 17:00 báða dagana og er aðgangur ókeypis. Öll umsjón og vinna við hátíðina er í höndum nemenda Fjölbrautaskólans við Ármúla og kennara þeirra. Upphafsmaðurinn og aðalsprautan í hátíðinni Þór Elís Pálsson kemur til okkar í lok þáttar.

Við byrjum á kjarasamningunum sem undirritaðir voru í síðustu viku en stjórnarandstaðan hefur síðustu daga spurt hvernig fjármagna eigi aðkomu ríkissins samningunum og ein þeirra sem hefur hefur bent á þjóðin eigi kröfu á vita hvernig ríkisstjórnin ætli tryggja kostnaður við þessa kjarasamninga fari ekki beint út í verðlagið er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og hún er sest hérna hjá okkur.

Frumflutt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

13. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,