Síðdegisútvarpið

Wikileaks, meint andlátsfregn og ostar í útrýmingarhættu

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður buðu upp á opna málstofu um kulnun og staðreyndir og mýtur hvað málefnið varðar. Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir verkefnastjórar frá VIRK ræddu þar algengi kulnunar á vinnumarkaði hér heima og þær ætla kíkja til okkar og bregða ljósi á þá stöðu.

Ostarnir Camembert og Brie gætu talist í útrýmingarhættu þar sem sveppurinn sem notaður er við framleiðslu þeirra er hættur geta fjölgað sér. Setningin ein kallar á ansi margar spurningar. Eru gæðaostar hverfa? Hvað eigum við þá bjóða upp á með júróvisjóninu? Og er sveppur notaður við framleiðslu ostsins? Við í Síðdegisútvarpinu fórum á stúfana og fundum færasta ostasérfræðing landsins, sem mun vera Eirný Sigurðardóttir, eigandi sælkeraverslunarinnar Búrsins.

Eftir hafa þurft dúsa í gæsluvarðhaldi í fimm ár, kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, er óttast hann verði fluttur til Bandaríkjanna þar sem hans bíða herréttarhöld sem fæstir trúa verði mjög réttlát. Kristinn Hrafnsson er ritstjóri Wikileaks og er staddur í London þessa stundina. Hann ætlar útskýra fyrir okkur hver staðan er, og hvort þessu umdeilda máli ljúka.

Þá ætlar Heimdallur jarðsyngja Reykjavíkurborg í kvöld. Það er segja ungir Sjálfstæðismenn, sem trúa því hjarta borgarinnar endanlega hætt slá. Júlíus Viggó Ólafsson formaður Heimdallar, ætlar koma til okkar og ræða þessa mögulegu ótímabæru andlátsfregn.

Tónlistarkonurnar Fríða Dís Guðmundsdóttir og systurnar Soffía Björg og Karítas Óðinsdætur snúa bökum saman í kvöld og halda tónleika á skemmtistaðnum Kex hostel við Skúlagötu í Reykjavík. Þær eru allar með mörg járn í eldinum og til þess gefa okkur smá sýn þá koma þær Fríða og Soffía til okkar vopnaðar Pétri Ben og gítarnum hans.

Jón Gunn­ar Mar­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri flutn­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Jóns og Mar­geirs segir djúpan pirring á meðal Grindvíkinga vegna þess Bláa lónið hefur opnað starfsemi sína á ný. Þá þurfa önnur fyrirtæki sem og íbúar í Grindavík sætta við strangar takmarkanir almannavarna vegna hættuástandsins sem þar hefur skapast í kringum eldgosahættuna. Jón Gunnar er á línunni.

Frumflutt

16. feb. 2024

Aðgengilegt til

15. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,