Síðdegisútvarpið

1.júní

Mikið hefur borið á því netsvindlarar beiti fjárkúgun í nafni lögreglunnar. Reynt er hafa af fólki með því senda því tölvupósta og hóta ákæru og nafnbirtingu í fjölmiðlum í tengslum við barnaklám og kynferðisbrot. Við heyrum í Maríu Rún Bjarnadóttur verkefnisstjóra stafræns ofbeldis hjá embætti ríkislögreglustjóra á eftir og spyrjum nánar út í þessi netsvindl.

Það verður risastór safnarasýning haldin í Garðabæ um helgina en sýningin Nordia 2023 verður í íþróttahúsinu Ásgarði og byrjar hún á morgun. Verðmæti safngripa hleypur á hundruðum milljóna króna og verður sérstök öryggisgæsla viðhöfð í Ásgarði af þeim sökum alla helgina. Gísli Geir Harðason skipuleggjandi hátíðarinnar kemur til okkar á eftir ásamt stórleikaranum Erni Árnasyni en Örn er safnari af guðs náð.

Guðmundur Ingi Halldórsson 34 ára Dalvíkingur er alinn upp í sveit en hefur búið í Reykjavík um árabil. Guðmundi finnst hundamenning í Reykjavík ábótavant og því vill hann breyta og bæta, hann hefur gert það starfi sínu ganga með annarrra manna hunda um götur og græn svæði borgarinnar. Guðmundur Ingi ætlar kíkja í kaffi til okkar í Síðdegisútvarpinu og segja okkur betur frá Guðmhundargöngu.

Icelandic tattoo convention verður haldið í sextánda sinn núna um helgina í Gamla Bíói. Össur Hafþórsson húðflúrari og skipuleggjandi hátíðarinnar ætlar ræða við okkur um tattú og tattúmenningu hér á eftir.

Og eins og alltaf á fimmtudögum þá kemur Atli Fannar Bjarkason til okkar og fer í MEME vikunnar. Hvað skyldi vera tröllríða internetinu þessa dagana ?

En við byrjum á þessu. UN Women hrindir nýrri FO herferð af stað í dag í nýjum húsakynnum Sigtúni 42 þar sem frumsýnd verður nýjasta FO varan. FO herferðin í ár styður við verkefni UN WOmen í Síerra Leóne og hingað til okkar er komin Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women.

Frumflutt

1. júní 2023

Aðgengilegt til

31. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,