Síðdegisútvarpið

Ungt fólk í Grindavík, Vala Guðna, rýmri opnun sundlauga í Reykjavík og meðalhraði í Hvalfjarðagöngum

Hvað hefur ríkisvaldið í hyggju gera fyrir ungt fólk í Grindavík spyr Rödd unga fólksins en þau segja núverandi frumvarp fjármálaráðherra geri fyrstu kaupendur verr sett en aðra í bænum en eins og ljóst er orðið gerir ríkið ráð fyrir kaupa fasteignir í Grindavík á allt 95% brunabótamati fateignarinnar. Þetta úrræði hentar ekki ekki öllum og þá sérstaklega ekki í tilviki fyrstu íbúðarkaupenda. Helga Dís Jakobsdóttir oddviti Raddar unga fólksins sem situr í bæjarstjórn Grindavíkur og Sævar Þór Birgisson varamaður koma til okkar og fara yfir þetta með okkur.

Í lok desember kom til Ólafur Egilsson leikari og leikstjóri til okkar í þáttinn og ræddi við okkur um fyrirhugaða skerðingu á opnunartíma sundlauga í Reykjavík, en Óli var einn af þeim sem var mjög ásáttur við þessi plön borgarinnar og skorðaði hann á stjórnendur gera eitthvað í þessu. Í morgun var síðan fjallað um opnunartíma sundlauga borgarinnar í Menningar-íþrótta og tómstundaráði þar sem stefnt var því afgreiða tillögu um breytingar á frídögum sem eru bísna afgerandi. En hverju verður breytt og mun þessi breyting bæta eða skerða þjónustu sundlaugagesta. Skúli Helgason formaður Menningar-íþrótta og tómstundaráðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna með okkur.

Við ætlum fræðast um teymi innan landspítalans sem nefnis DAM-teymið en það er þverfaglegt teymi sem sinnir DAM meðferð. Þar er einstaklingum með langvarandi og djúpstæðan tilfinningalegan óstöðugleika sinnt og teymið náði þeim langþráða áfanga á dögunum biðlista úr 100 manns niður í núll. Ragnheiður Bjarman Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur er ein þeirra sem þarna starfar og hún kemur til okkar og segir frá.

Valgerður Guðnadóttir söngkona er önnum kafin kona og það á við sem endranær. Hún starfar sem söngkennari í söngskólanum í Reykjavík auk þess sem hún kemur fram við hin ýmsu tækifæri sjálf. Við ætlum ræða við Völu eins og hún er ávallt kölluð um sönginn, söngkennslu á íslandi og atvinnuhorfur og nýjan söngleik sem frumsýndur verður innan skamms en aðalhlutverkin eru einmitt í höndum hluta af nemendum Völu.

Við lásum um það á feisbúkk Sigurbjörn Árni Arngrímsson frjálsíþróttaséní með meiru og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum fara stíga á svið fyrir norðan með leikdeild Eflingar og nemendum framhaldsskólans á Laugum og það ekki í fyrsta sinn. Við hér í Síðdegisútvarpinu vitum Sigurbirni Árna er margt til lista lagt en höfðum ekki hugmynd um hann væri liðtækur leikari. Við ætlum við hringja norður og spyrja hann útí þessa leyndu hæfileika.

Í gær var tekið í notkun sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum og á línunni hjá okkur er Auður Þóra Árnadóttir forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.

Frumflutt

23. feb. 2024

Aðgengilegt til

22. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,