Síðdegisútvarpið

19.05.2023

Í dag voru veitt mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða. þessu sinni var það félagið Trans Ísland sem hlaut verðlaunin. Ólöf Bjarki Antons formaður félagsins kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir af þessu tilefni.

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Eflaust margir hér á landi mjög spenntir þessar fréttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri kíkir í kaffi á þessum ágæta föstudegi og segir okkur betur frá.

Í dag er alþjóðlegur IBD - dagur en IBD stendur fyrir ólæknandi og langvinna sjúkdóma í ristli og þörmum sem hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga og talið er um hálft prósent þjóðarinnar og yfir 10 milljónir manna í öllum heimin þjáist af. Edda Svavarsdóttir tækniteiknari skrifar grein í Morgunblaðið í dag og yfirskrift hennar er Þú sérð það ekki utan á mér. Edda kemur til okkar á eftir og fræðir okkur um IBD.

Svo fáum við til okkar Einar Björn Þórarinsson sem var búinn nóg af því ekki væri til íslenskt heilalím fyrir börn á youtube. Einar gerði sér lítið fyrir og bjó til fullt af stuttum klippum fyrir börn, klippur sem ýta undir hreyfingu á íslensku.

Við fengum fréttir af því út koma smáforrit sem hjálpar fólki kaupa og selja notuð föt eins og í hinum svokölluðu loppubúðum. Smáforritið Regn er í prófun en mun fljótlega líta dagsins ljós. Á eftir kemur til okkar Kristján Eldur Aronsson hjá Regn til segja okkur frá þessari nýjung.

Í ár eru 40 ár liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi og af því tilefni verður haldin Sátta og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudaginn, hinga er kominn Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands.

Frumflutt

19. maí 2023

Aðgengilegt til

18. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,