Síðdegisútvarpið

Ofsóttur vararíkissaksóknari, spilling á Íslandi og snjóstormur

Það er gul viðvörun í dag ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi vegagerðarinnar ætlar fara yfir umferðaröryggi og færð á vegum.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, hefur mátt þola hótanir og áreiti af hálfu sama mannsins í 3 ár. Hótanir hafa borist með tölvupóstum og hafa sumar einnig beinst fjölskyldu Helga. Hann er þó ekki eini maðurinn í stjórnkerfinu sem hefur mátt þola óvenjulegar ofsóknir af þessari tegund. Helgi Magnús verður með okkur í dag.

Ísland hefur aldrei mælst neðar í vísitölu spillingarásýndar Transparency International en það gerir nú. Ísland missir tvö stig í vísitölunni á milli ára. Ísland er í 19. sæti listans af 180 löndum, og lægst Norðurlanda.

Formaður Transparency International á Íslandi, Árni Múli Jónasson, kemur og fer yfir spillingu á Íslandi og hvernig samtökin finna þetta út.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fer yfir umfangsmikil bændamótmæli í Evrópu síðustu daga. Leiðtogar Evrópuríkja hittast í Brussel á morgun og allar líkur eru á þeir ræði áhyggjur bænda sem vilja víðtækari stuðning frá yfirvöldum.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjóri jafnréttismála á skóla- og frístundasviði, útskýrir fyrir okkur Viku 6 sem fjallar um kynheilbrigði.

Sólveig Birna Elísabetardóttir forseti stúdentafélags Háskólans á Akureyri segir okkur frá því annað kvöld bjóðist Akureyringum og nærsveitarmönnum perla krafi fyrir Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, í Háskólanum á Akureyri.

Frumflutt

31. jan. 2024

Aðgengilegt til

30. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,