Síðdegisútvarpið

Tengdamömmumýtan, Elliði Vignisson og Halla orkumálastjóri

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kemur til okkar á eftir en hún er nýkomin heim frá Japan þar sem hún var fyrir hönd Orkustofnunar og Utanríkisráðuneytisins ræða samstarf á milli ríkjanna sem komið var á fyrir nokkru síðan af Guðlaugur Þór. Japanir geta nefnilega lært heilmikið af okkur íslendingum er kemur því nota jarðhita sem einhverra hluta vegna japanir kunna lítið nota þrátt fyrir eiga nóg af. Við ætlum ræða þessi mál við Höllu á eftir en einnig spyrja hana út í jafréttismál í Japan sem er einkar viðeigandi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Landsþing hinsegin fólks fer fram um helgina og er yfirskriftin þessu sinni samtal við söguna. Skipuleggjendur landsþingsins ætla koma til okkar á eftir þau Magnús Gröndal rekstrarstjóri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra og segja okkur frá því helsta sem þar verður á dagskrá.

Hvers vegna er til svona mikið af bröndurum um erfiðu tengdamömmuna ? Meira segja er því oft haldið fram þær séu leiðinlegar og um þær eru sagðar sögur og brandarar - Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur hefur skoðað þetta mál og mun segja okkur hér á eftir hvort eitthvað til í þessu og á hverju svona sögur eru byggðar.

Og við ætlum heyra í Pétri Hafþóri Jónssyni fyrrum tónlistarkennara í Austurbæjarskóla en hann er einn þeirra sem er skipuleggja fjölmenningarlega tónlistar og fjölskylduhátíð í Spennistöðinni á morgun. Meira um það síðar.

Fyrsti útdráttur Happdrættis Háskóla Íslands fór fram í Iðnó þann 10. mars árið 1934 viðstöddu fjölmenni. Á undraskjótum tíma urðu miðakaup í Háskólahappdrættinu fastur liður í heimilishaldi stórs hluta Íslendinga, sem gerðu sér ferð í hverjum mánuði til umboðsmanns síns til endurnýja. Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur skrifað bók um sögu Happdrætttis Háskóla íslands og hann kemur til okkar á eftir og stiklar á stóru úr þessari merkilegu sögu.

Kjarasamningar voru undirritaðir síðdegis í gær en í þeim er meðal annars gert ráð fyrir skólamáltíðir grunnskólabarna verða gerðar gjaldfrjálsar. Áætlað er kostnaður við þetta nemi um fimm milljörðum á ári og mun ríkið leggja til allt 75 prósent kostnaðarins. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu fyrir lok maímánaðar. Haft hefur verið eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra Ölfuss almenn mótstaða hjá sveitarfélögum við þessar aðgerðir og Elliði er á línunni hjá okkur.

Frumflutt

8. mars 2024

Aðgengilegt til

8. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,