Síðdegisútvarpið

12.september

Við ætlum ræða efnaskiptaaðgerðir í þættinum í dag en á eftir kemur til okkar Sólveig Sigurðardóttir formaður Samtaka fólks með offitu. Fjöldi slíkra aðgerða eru framkvæmdar á íslendingum árlega bæði hér heima sem og erlendis. Margir sem fara ytra í slíkar aðgerðir fara á vegum Sjúkratrygginga Íslands en einnig er eitthvað um fólk fara á eigin vegum út og veit í raun enginn hversu stór hópur það er. Meira um þessi mál hér á eftir.

Gígja Hólmgeirdsóttir verður með okkur norðan. Hún ætlar taka stöðuna á umræðunni um skólamálin á Akureyri, en í dag er vika síðan tilkynnt var um áformin sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Meðal annrs verður rætt við Einar Brynjólfsson kennara við MA en hann var einn þeirra sem tók til máls á opnum fundi þeirra sem leggjast gegn áformum um sameiningu skólanna.

Jarðskjálfti stærðinni 6,8 varð í Atlasfjöllum um sjötíu kílómetra suðvestan við borgina Marrakesh í Marokkó síðastliðinn föstudag. Mikil neyð ríkir á svæðinu, eyðileggingin er mikil, yfir þrjú þúsund manns hafa fundist látnir og tala látinna heldur áfram hækka. Við ætlum beina sjónum okkar í þættinum börnum á svæðinu sem misst hafa foreldra sína eða orðið viðskila við þau en ljóst er þeirra neyð er rétt hefjast. Ragnar Schram framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur kynnt sér vel stöðuna hjá SOS í Marakkó um helgna og hann kemur til okkar á efitir ásamt Hans Steinari Bjarnasyni upplýsingafulltrúa SOS.

Dagbjört Hákonardóttir sest á þing í dag fyrir Samfylkinguna og við ætlum heyra í þingkonunni hér á eftir og spyrja hana út í hvernig henni lítist á nýja starfið, starfsumhverfið og komandi þingvetur.

Útvarpsþátturinn Þetta helst á Rás 1 hefur fengið andlitslyftingu með nýrru hljóðmynd og nýju blóði. Þóra Tómasdóttir er nýr umsjónamaður þáttanna ásamt Sunnu Valgerðardóttur. Þóra kemur til okkar á eftir og segir okkur frá umfjöllunarefni þáttarins þessa vikuna sem snýr rannsókn þeirra á stórfelldri listaverkafölsun hér á landi.

Hljómsveitin Hr. Eydís sem sérhæfir sig í bestu 80?s lögunum hefur tekið skrefið lengra og sendir frá sér frumsamið lag í samstarfi við tónlistarmanninn og 80?s goðsögnina Herbert Guðmundsson. Höfundur lagsins er Örlygur Smári. Þeir félagar koma á eftir í spjall og leyfa okkur í leiðinni heyra afraksturinn.

En við byrjum á þessu: Fjárlmálaráðherra kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í morgun og á línunni hjá okkur er Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og við spyrjum hann hvernig honum lítist á frumvarpið

Frumflutt

12. sept. 2023

Aðgengilegt til

11. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,