Síðdegisútvarpið

21.júní

Við heyrðum í Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis, -orku og loftlagsráðherra í síðustu viku þar sem hann var staddur í Berlín og átti m.a. fund við Robert Habeck efnahags- og loftlagsmálaráðherra og varakanslara Þýskalands auk þess sem Guðlaugur Þór tók til máls á jarðhitaviðburðinum Our Climate Future. Aðalmarkmiðið með þeim viðburði var kynna íslenskar orkulausnir fyrir þýskum fyrirtækjum og stjórnendum og var Ísland fengið til leiða þetta því eins og Guðlaugur hafði orð á þá eru Þjóðverjar horfa mikið til Íslands þegar kemur framleiðslu grænnar orku. En hvaða orkulausnir voru þarna kynntar og hvert er framhaldið? Nótt Thorberg forstöðumaður Grænvangs kom til okkar og ræddi þetta við okkur.

Í hagsjá Landsbankans er greint frá því íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 0,7 prósent frá apríl til maí og vísitalan hafi hækkað fjóra mánuði í röð. Einnig segir í nóvember, desember og janúar sl. hafi orðið lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan í lok árs 2009. Lækkunin hafi gengið til baka og gott betur og því óhætt segja íbúðamarkaðurinn hafi ekki kólnað eins hratt og ætla hefði mátt. Við rýndum í fasteignamarkaðinn með Páli Pálssyni eiganda fasteignasölunnar Pálsson.

Við fjölluðum um heilabilunarsjúkdóma í þættinum en í næstu viku kemur hingað til lands Teepa Snow iðjuþjálfi og aðstandandi. Berglind Berghreinsdóttir sem stýrir Facebook hópnum Samtökin verndum veika og aldraða kom til okkar og ræddi við okkur um sjúkdóminn, þá þjónustu sem í boði er og sagði okkur betur frá þeim aðferðum sem Teepa notar.

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fer fram um helgina í Stykkishólmi. Landsmót UMFÍ 50 plús er blanda af íþróttakeppni og kynningu á ýmis konar hreyfingu og allir geta tekið þátt á sínum forsendum, ekki er skylda vera skráður í íþróttafélag. Gunnhildur Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var á línunni vestan.

Masterclass Startup Supernova hefst á morgun en þar verður leitast við byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði. Freyr Friðfinnsson og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK komu til okkar.

En við byrjuðum þáttinn á því heyra af Hringrásarhátíð á Hofsósi þar sem endurvinnsla og listsköpun mætast meðal annars og á línunni var Þuríður Helga Jónasdóttir.

Tónlist:

HLJÓMAR - Heyrðu Mig Góða.

HERBERT GUÐMUNDSSON - Ástarbál.

SKÍTAMÓRALL - Þú (ert ein af þeim).

EMILÍANA TORRINI - To Be Free.

GEORGE EZRA - Budapest.

GEORGE MICHAEL - Fast Love.

PRINS PÓLÓ - París Norðursins.

DAÐI FREYR - Who

Frumflutt

21. júní 2023

Aðgengilegt til

20. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,