Síðdegisútvarpið

25. október

Síðdegisútvarpið heilsar á miðvikudegi, við stjórnvölinn sitja nafnarnir Andri Freyr og Kristján Freyr.

Á morgun fimmtudag efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna í Salnum í Kópavogi. Auk nokkurra gestafyrirlesara munu ungir bændur koma þar fram þar og taka til máls en þeir standa flestir frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika um þessar mundir og ungt fólk sem vill hefja hefðbundinn búskap sér ekki fyrir sér eiga mikla möguleika fram undan. Það er því mikil ógn sem steðjar bændastéttinni og til ræða þau mál hringjum við í Steinþór Loga Arnarsson, formann Samtaka ungra bænda sem setur okkur inn í málin.

Menningarmiðstöðin Höfuðstöðin og Elliðaárstöð hafa sameinað krafta sína á Hrekkjavöku og bjóða upp á draugalega dagskrá fyrir fjölskylduna í dag. Hún hófst með grímusmiðju kl. 16 sem er eins konar upptaktur fyrir draugagöngu sem hefst núna kl. 17:30. Í göngunni munu þátttakendur verða leiddir um drungalega stíga Elliðaárdals frá Höfuðstöðinni Elliðaárstöð í leit afturgöngum, uppvakningum og fleiri tegundum drauga. Lilja Baldursdóttir fræðir okkur um draugagönguna.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst á Reykjanesskaga í nótt. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Við fáum fulltrúa fréttastofunnar til þess greina frá stöðu mála á Reykjanesinu og til þess kemur hún Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir í heimsókn.

?Lifum brosandi til þess deyja glöð? segja Mexíkóar gjarnan en þeir gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Og er komið okkur hér á Fróni fagna lífinu og dauðanum því einstakri veislu hætti Dags hinna dauðu í Mexíkó verður hent upp í Gamla bíói næsta laugardag. Þar mun Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona fara yfir í tali og tónum hvernig þessi mexíkóska hefð gæti nýst okkur til þess gæða lífið meiri dýpt og gleði. Svanlaugu kemur í heimsókn.

Við hefjum þó þáttinn á því heyra í Birni okkar Malmquist sem talar frá Brussel en hann hitti þar fyrir prestinn Sjöfn Þór Muller.

Frumflutt

25. okt. 2023

Aðgengilegt til

24. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,