Síðdegisútvarpið

Brúin í Baltimore, góð heilsa, apaflutningar, og landsleikur í fótbolta

Kveikur er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld en í þættinum verða tekin fyrir tvö efni. Annars vegar verður fjallað hvað gerist ef eldsumbrotin á Reykjanesskaga færast nær Reykjavíkursvæðinu og hinsvegar verður fjallað um apaflutninga. Og hingað til okkar á eftir koma þeir Ingólfur Bjarni Sigfússon, Garðar Þór Þorkelsson og Tryggvi Aðalbjörnsson til segja okkur betur frá.

"Góð heilsa alla ævi án öfga" er heitið á nýrri bók eftir Geir Gunnar Markússon heilsuráðgjafa á Heilsu­stofnun NLFÍ í Hveragerði. Hann kemur til okkar á eftir og segir okkur frá bókinni.

Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í kvöld. Ísland sigraði Ísrael 4-1 í fyrri umspilsleiknum á fimmtudag en á sama tíma vann Úkraína Bosníu 2-1. Þetta er heimaleikur Úkraínu en leikið er í Póllandi vegna stríðsástandsins í Úkraínu og í Póllandi er okkar kona Kristjana Arnarsdóttir.

Við ætlum kíkja á páskaveðrið með Sigurði Jónssyni veðurfræðingi

Á annann í páskum hefjast nýjir íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna. Þættirnir heita Á gamans aldri og eru í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur. Ragnhildur kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá þáttunum og öllu því góða fólki sem hún ræðir við.

En við byrjum á þessu: Oddur Þórðarson er hingað kominn til fara yfir það helsta í erlendum fréttum.

Frumflutt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

26. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,