Þúsundir hafa látið lífið í stríðinu sem braust út í Ísrael og Palestínu á laugardag og mörg þúsund hafa særst. Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin að Gasaströndinni í dag. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá gangi mála við botn miðjarðarhafs.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður miðflokksins verður á línunni hjá okkur á eftir. Við ætlum að spyrja hann út í nýjustu vendingar í innanlandspólitíkinni en eins og alþjóð veit þá sagði Bjarni Benediktsson af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra í gærmorgun.
Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar mætir til okkar á eftir til að segja frá vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem stendur yfir í október. Markmið átaksins er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi.
Ráðstefna Almannavarna verður haldin hér í Reykjavík næstkomandi þriðjudag en þar verður leitast við að svara spurningunni hvers vegna erum við öll almannavarnir ? Almannavarnir sem stofnaðar voru árið 1963 eru sextíu ára á þessu ári og verður ráðstefnan fyrir öll sem hafa áhuga á almannavörnum og þau sem starfa hjá ráðuneytum, stofnunum, sveitarfélögum og mikilvægum innviðum. Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna kemur til okkar á eftir
Húnaþing vestra auglýsir eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref í vetur. Sigríður Ólafsdóttir, formaður landbúnaðarráðs verður á línunni hjá okkur á eftir, en hún er manna fróðust þegar það kemur að ref og refaskyttum.
Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður mun taka lagið í þættinum ásamt Ásgeiri Aðalsteins. Það er nóg um að vera hjá Valdimar þessa dagana en hann er á fullu með tríói sínu LÓN auk þess sem hann er að undirbúa jólatónleika.
En eins og alltaf þá byrjum við í Brussel en þar í borg fór Björn Malmquist á stúfana og tók Rósu Rut Þórisdóttur skólastjóra íslenskuskólans í Brussel tali.
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-10-11
Retro Stefson - Glow.
Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.
JALEN NGONDA - Come Around and Love Me.
Una Torfadóttir - En.
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
JÚNÍUS MEYVANT - Color Decay.
JÓNFRÍ - Andalúsía.
Steed Lord - Curtain Call.
PÉTUR BEN - Kings of the Underpass.
SAM SMITH - I'm Not Here To Make Friends.
Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.
KK - Hafðu engar áhyggjur.