Síðdegisútvarpið

Sjálfsvíg fanga, þýsk sigurganga og Ástþór Magnússon

Júróvisjónstjarnan Hera var ljúka dómararennsli fyrir morgundaginn, en þá stígur hún á svið í undankeppni Eurovision. Við ætlum heyra hvernig gekk. Hera verður á línunni.

Þýska liðið Bayer Le­verku­sen í knatt­spyrnu karla hefur farið með himinskautum á tímabilinu og eru verðandi Þýskalandsmeistarar. Liðið hefur góða mögu­leik­a á þrennu en liðið hefur spilað 48 leiki á tíma­bil­inu og ekki tapað ein­um ein­asta þeirra. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir okkur af sigurgöngu Leverkusen.

Síðdegisútvarpið ætlar ræða við alla forsetaframbjóðendurnar fyrir kosningarnar í byrjun júní. Fyrsti gestur okkar er reyndasti forsetaframbjóðandinn af þeim öllum, Ástþór Magnússon. Hann þarf varla kynna frekar, en við gerum það samt lýðræðisins vegna.

En fyrst þetta. Formaður Afstöðu talar um sjálfsvíg fanga og geðheilbrigðismál innan veggja Fangelsismálastofnunar. Greint var frá því í dag maður hefði svipt sig lífi á Litla-hrauni og fundist látinn í klefa sínum. Guðmundur Ingi Þóroddsson ætlar ræða við okkur um þetta sorglega mál.

Frumflutt

6. maí 2024

Aðgengilegt til

6. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,