Í þættinum í gær ræddum við við Erlend M. Jóhannsson sem vill Fjarðagöng í stað Fjarðarheiðarganga. Í dag heyrðum við í Lárusi Bjarnasyni fyrrverandi Sýslumanni sem setti af stað undirskriftasöfnun fyrir Fjarðarheiðargöng en í nýrri grein sem Lárus skrifar í FB hópinn Fjarðarheiðargöng kemur fram að fyrir liggi samgönguáætlun Alþingis þar sem Fjarðarheiðargöng eru í fyrsta sæti og að framkvæmdir hafi átt að hefjast árið 2022.
Við heyrðum í fréttaritara okkar á Spáni Jóhanni Hlíðari Harðarsyni en hann tók fyrir einræðisherrann Franco, dómsmáli gegn spilltri fjölskyldu og konu sem hitti Jesú Krist.
Við fórum yfir það sem verður i Kveiksþætti kvöldsins.
Veitingamaðurinn Óskar Finnsson á veitingastaðnum Finnsson sat í annað sinn í dómnefnd World Steak Challenge, stærstu steikarkeppni heims, sem fór fram í Amsterdam í haust. World Steak Challenge er risakeppni á milli steikarframleiðenda um bestu steikina í heimi.
Og það sem meira er að Óskar var að senda frá sér bókina Steikarbók Óskars en þar býður hann fólki að stíga með sér inn í heim nautasteikanna þar sem gæði og virðing fyrir hráefninu ráða för.
Margrét Sól Torfadóttir læknanemi keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til að taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. Við heyrðum í henni.
Snærós Sindradóttir eigandi gallery Synd var á línunni hjá okkur á á föstudaginn opnaði mjög svo áhugaverð sýning í galleríinu á Hringbraut. Og ekki nóg með það Snærós er stödd í Lissabon þar sem hún fylgir stelpunum okkar eftir en íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Portúgal í undankeppni EM 2027 nú í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:00 á RÚV 2.