Síðdegisútvarpið

Óskar Finnsson , Fjarðarheiðargöng, pistill frá Spáni og Kveikur

Í þættinum í gær ræddum við við Erlend M. Jóhannsson sem vill Fjarðagöng í stað Fjarðarheiðarganga. Í dag heyrðum við í Lárusi Bjarnasyni fyrrverandi Sýslumanni sem setti af stað undirskriftasöfnun fyrir Fjarðarheiðargöng en í nýrri grein sem Lárus skrifar í FB hópinn Fjarðarheiðargöng kemur fram fyrir liggi samgönguáætlun Alþingis þar sem Fjarðarheiðargöng eru í fyrsta sæti og framkvæmdir hafi átt hefjast árið 2022.

Við heyrðum í fréttaritara okkar á Spáni Jóhanni Hlíðari Harðarsyni en hann tók fyrir einræðisherrann Franco, dómsmáli gegn spilltri fjölskyldu og konu sem hitti Jesú Krist.

Við fórum yfir það sem verður i Kveiksþætti kvöldsins.

Veitingamaðurinn Óskar Finnsson á veitingastaðnum Finnsson sat í annað sinn í dómnefnd World Steak Challenge, stærstu steikarkeppni heims, sem fór fram í Amsterdam í haust. World Steak Challenge er risakeppni á milli steikarframleiðenda um bestu steikina í heimi.

Og það sem meira er Óskar var senda frá sér bókina Steikarbók Óskars en þar býður hann fólki stíga með sér inn í heim nautasteikanna þar sem gæði og virðing fyrir hráefninu ráða för.

Margrét Sól Torfadóttir læknanemi keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. Við heyrðum í henni.

Snærós Sindradóttir eigandi gallery Synd var á línunni hjá okkur á á föstudaginn opnaði mjög svo áhugaverð sýning í galleríinu á Hringbraut. Og ekki nóg með það Snærós er stödd í Lissabon þar sem hún fylgir stelpunum okkar eftir en íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Portúgal í undankeppni EM 2027 í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:00 á RÚV 2.

Frumflutt

18. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,