Síðdegisútvarpið

Skýrsla um vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974 til 1979, FC Sækó, og minni matarsóun með ChatGPT

Aðstæður barna sem voru á vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974 til 1979 voru betri en barnanna sem þar voru fyrir árið 1967. Niðurstöður rannsóknar á starfsemi vöggustofunnar á þessu tímabili voru kynntar í dag. Í skýrslunni segir ekki hafi verið farið illa með börn í lagalegum skilningi. Málsmeðferð barnaverndarnefndar hafi þó oft ekki verið í samræmi við lög. Börnin sem vistuð voru á vöggustofunni voru almennt mjög ung þegar þau voru send þangað. Þannig voru 34% barnanna yngri en eins árs þegar þau komu fyrst á vöggustofuna. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona kynnt sér skýrsluna og kom í Síðdegisútvarpið.

Þegar kafað er dýpra ofan í skýrsluna lesa um það dánartíðni barna sem vistuð voru á vöggustofunni í mánuð eða lengur er umtalsvert hærri en meðal jafnaldra þeirra. Þau eru einnig mun líklegri en jafnaldrarnir til glíma við alvarleg veikindi. Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði sem var í nefndinni kom í Síðdegisútvarpið til ræða þetta sérstaklega.

Hvernig getur Chat GPT hjálpað okkur minnka matarsóun? Það veit hún Bryndís Óskarsdóttir eða Dísa Óskars eins og hún er jafnan kölluð. Hún sjálf hefur sparað hundruðir þúsunda á ári og langar hana hjálpa okkur gera slíkt hið sama. Við heyrðum í Dísu í þættinum í dag.

Í byrjun desember fór hópur kúa - og garðyrkjubænda úr uppsveitum Árnessýslu í kynnisferð til Færeyja í þeim tilgangi kynna sér lífgas - og áburðarverksmiðju sem nýtir kúamykju og garðyrkjuúrgang til búa til orku og líf -áburð. Þessi tegund orkuframleiðslu gæti skipt sköpum fyrir rekstur bænda því í dag eru bændur háðir jarðefnaeldsneyti og tilbúnum ráburði í framleiðslu sinni. Þeir Sveinn Aðalsteinsson, frkvst. Orkídeu sem stóð fyrir ferðinni og Axel Sæland formaður stjórnar garðyrkjubænda komu til okkar og sögðu okkur betur frá.

Við fengum innsýn inn í heim danslistafólks í þættinum í dag en Gígja Jónsdóttir er verkefnastjóri Barna- og fjölskyldudagskrár Dansverkstæðisins.

sem er heimili sjálfstæðu danssenunnar á Íslandi Á sunnudaginn verður slegið í ókeypis dansveislu í þeim tilgangi kynna þessa tegund listar fyrir börnum - meira um það í þættinum í dag.

Á þessu ári eru 15 ár síðan knattspyrnufélagið FC Sækó var stofnað. Þar er lögð áhersla á svokallaðan „geðveikan fótbolta“ þar sem kraftur knattspyrnunnar er notaður til efla andlega og líkamlega heilsu en einnig til draga úr fordómum. Björn Breki Magnússon, stjórnarmaður og liðsmaður FC Sækó kom til okkar og líka formaðurinn, Bergþór Grétar Böðvarsson.

Frumflutt

15. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,