Síðdegisútvarpið

Fréttir af Vesturlandi, samsköttun hjóna, áfengi og David Bowie

Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður RÚV á Vesturlandi og Vestfjörðum var í hljóðstofu RÚV í Borgarnesi og sagði okkur það helsta sem er frétta þaðan.

um áramótin er heimild hjóna og sambýlisfólks til samnýta skattþrep (þ.e. flytja ónotuð skattþrep milli maka felld á brott í tengslum við álagningu árið 2027, sem byggir á tekjum ársins 2026. Þetta þýðir við útreikning á skatti árið 2027 verður þessi samnýting ekki lengur leyfð. En hvað þýðir þetta? Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, kom til okkar og útskýrði þessa breytingu betur fyrir okkur.

Í gær kom út listi yfir mest seldu bækurnar á árinu 2025 og þar trónir bókin Kvöldsónata eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á toppnum. Í öðru sæti er það barnabókin Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson. Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjarti var á línunni.

Arnar Sigurðsson hjá Sante netáfengisverslun fullyrti í Síðdegisútvarpinu í gær þjónusta einkaaðila með áfengi væri öruggari en hjá hinu opinbera því viðskiptavinir þyrftu nota rafræn skilríki í viðskiptum við einkaaðila. Arnar segir með þessari ráðstöfun tryggt unglingum ekki selt áfengi. Árni Guðmundsson, félagsuppeldisfræðing og Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir þessar fullyrðingar standist ekki skoðun. Við ræddum við Árna í þættinum.

Hljómsveitin Sigur Rós hlaut í dag Krókinn sem eru verðlaun Rásar 2 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar kom í Síðdegisútvarpið ásamt Inga Garðari Erlendssyni stjórnanda skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar sem flutti lagið Heysátan eftir Sigur Rós á verðlaunaafhendingunni í dag.

Frumflutt

8. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,