Síðdegisútvarpið

Fundað um Grænland í Washington, fréttir frá Danmörku og fæðuofnæmi nýjar rannsóknir

Líkt og glöggir hlustendur Síðdegisútvarpsins heyrðu í gær þá ræddum við um bein- heilsu og hvað hægt væri gera til koma í veg fyrir beinþynningu. Í dag ætlum við hins vegar ræða fæðuofnæmi í nýju ljósi m.a þá staðreynd ef við erum með ofnæmi fyrir ákveðinni fæðutegund dugar okkur neyta hennar ekki, við þurfum ekki forðast vera i sama rými og slíkur matur er borinn á borð. Mikael Clausen ofnæmislæknir kom til okkar.

Allra augu beinast fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands sem hófst í Washington kl. 15: 30 íslenskum tíma og Grétar Þór Sigurðsson fréttamaður hefur fylgst með gangi mála af fundinum - Grétar kom til okkar og segja okkur af því allra helsta sem vitað er af þessum fundi.

Við ætlum líka hringja til Kaupmannahafnar en sagt var frá því í fréttum í morgun

danir ætli auka herstyrk sinn á Grænlandi í samstarfi við Atlantshafsbandalagið frá og með deginum í dag. Jórunn Einarsdóttir býr í Kaupmannahöfn og starfar þar sem grunnskólakennari við heyrðum í henni.

Við rákum augun í frétt í Austurfrétt framkvæmdir standi yfir í gamla Kaupfélagshúsinu á Stöðvarfirði þar sem hin síðari ár var rekið gisti- og kaffihús. framkvæmdum loknum Stöðfirðingar aftur verslun í þorpið eftir töluvert hlé. Það hlýtur vera mikil gleði hjá Stöðfirðingum og við heyrðum í Valborgu Ösp Árnadóttur Warén, verkefnastjóri byggðaverkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður

Hvaða áhrif hafa nýjar skattabreytingar og hækkandi vísitala á leigjendur landsins - Yngvi Ómar Sigrúnarson, varaformaður Leigjendasamtakanna kom til okkar.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands hefur síðustu daga varað við því nýjar skattabreytingar og hækkandi vísitala muni lenda af fullum þunga á heimilum landsins. Vilhjálmur nefndi meðal annars við mbl.is hækkun skatta á leigusala. Þá hafa greiningardeildir bankanna spáð því verðbólga geti aukist enn frekar í janúar. Hvaða áhrif hefur þetta á leigjendur á Íslandi. Yngvi Ómar Sigrúnarson, varaformaður Leigjendasamtakanna segir leiguverð muni hækka og hann fór yfir það með okkur.

Hópur fólks hefur í rétt tæpan mánuð leitað tíu ára gömlum hundi sem heitir Hálka. Hálka litavar í pössun og slapp út 16. desember. Talið er hún í Mosfellsdal. Í gær fundust á svæði í dalnum nýleg spor sem talin eru vera eftir Hálku en líka bæli. Kona sem hefur verið leita af Hálku greindi frá þessu inni í facebook hópnum Týndir hundar.

Eigandi Hálku, hún Silla Vignisdóttir heldur því enn í vonina um hún finnist. Við heyrðum í henni.

Helga Rakel Rafnsdóttir gagnrýndi hér í Síðdegisútvarpinu í gær aðgengismál í leikhúsum og nefndi Þjóðleikhúsið sérstaklega til sögunnar. Helga Rakel sem er kvikmyndakona og menntuð í leiklist er mikil leikhúsmanneskja en hún notar hjólastjól en segist vera búin gefast upp á fara í leikhús því bæði erfitt miða og síðan þurfi hún sitja til hliðar við hinn almenna áhorfanda, eins og hún orðaði það. Það leiðinlegt og niðurlægjandi, hún því farin í leikhúsverkfall.

Helga Rakel sagðist einnig í gær hér í Síðdegisútvarpinu hafa fengið upplýsingar um þjóðleikhúsráð ætlaði ræða málið á næsta fundi. Við höfðum samband við Halldór Guðmundsson, formann ráðsins í dag sem staðfesti málið yrði tekið fyrir á næsta fundi Þjóðleikhússráðs sem er á mánudaginn. En það beinast við hafa samband við Þjóðleikhússtjórann sjálfan. Magnús Geir Þórðarson kom til okkar.

Frumflutt

14. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,