Síðdegisútvarpið

Nýr sendiherra Íslands á Spáni, dagur ísl. tónlistar og Alnæmisdagurinn

Í dag 1. desember kl. 17.00 fer fram formleg dagskrá Dags íslenskrar tónlistar í Hörpu. Þá munum við sjá hvaða einstaklingar eða hópar munu hljóta viðurkenningar ársins, auk þess sem flutt verða hátíðleg skemmti- og tónlistaratriði í takt við daginn. Við ræddum við Kristján Frey Halldórsson sem heldur utan um dagskrá dagsins.

Þjóðkirkjan hefur sett nýja og endurbætta vefsíðu í loftið. Þar sjá nýtt merki kirkjunnar og margvíslegar aðrar upplýsingar. Guðrún Karls Helgudóttir biskup kom til okkar í Síðdegisútvarpið.

Fyrir helgi var samþykkt í menningar og íþróttaráði borgarinnar vísa til borgarráðs nýrri stefnu varðandi Viðey. En hver er stefna og hvaða tillögur liggja fyrir um Viðey? Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs kom til okkar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni með formlegum hætti í Madríd í dag. Undirbúningur stofnun þess hefur staðið um nokkurt skeið, eða frá því Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Við hringdum til Spánar og heyrðum í nýjum sendiherra Kristjáni Andra Stefánssyni.

Alnæmisdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. desember ár hvert, um heim allan. Í dag hefur HIV Ísland staðið fyrir opnu húsi í tilefni dagsins í félagsheimilinu á Hverfisgötu 69, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði kynnti fyrr í dag lokaverkefni sitt þar sem hún fjallar í stórum dráttum um sögu HIV/alnæmis á Íslandi, sér í lagi hvernig hugmyndir um HIV/alnæmi mynduðust og mótuðust á Íslandi. Hún kom til okkar ásamt Einari Þór Jónssyni framkvæmdastjóra HIV samtakanna á Íslandi.

Í dag er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og af því tilefni kemur til okkar Ágúst Mogensen sérfræðingur í forvörnum hjá Verði og fór yfir það sem við þurfum hafa í huga er kemur eldvörnum á aðventunni.

Frumflutt

1. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,