Síðdegisútvarpið

Þróttarinn Brjánn, leikskólamál í borginni og lesblinda

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Ríflega þúsund börn bíði eftir komast en ekki 400. Hildur Björnsdóttir var á línunni.

Föstudagsgestirnir eru ekki af verri endanum en það eru þeir Sólmundur Hólm og Halldór Gylfason. í september eru hefja göngus sína á SÝN+ þættirnir Brjánn sem Sóli skrifar handritið af og Dóri leikur aðahlutverkið í. Þeir settust niður með okkur með kaffibolla.

Í gær ræddum við við Guðmund Inga Þóroddsson formann Afstöðu um málefni jaðarsettra hópa. Þar barst í tal kaffistofan Samhjálp en fyrirhugað er rífa húsnæðið í Borgartúni sem kaffistofan er staðsett í. Við fengum til okkar Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur framvkæmdastjóra Samhjálpar

Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri Lesblindra nýlega tvær greinar á Visi.is þar sem hann skrifar um málefni lesblindra. Snævar segir vitund um lesblindu hafa aukist á Íslandi undanfarna áratugi og það hluta til vegna starfs félagsins og einnig vegna aukinar fræðslu innan skólakerfisins. En hvar þarf gera betur og hvernig ? Snævar kom til okkar í Síðdegisútvarpið í dag.

Áætlað er þeir tæplega 2400 erlendu farþegar sem komu með flugi Easy Jet til Akureyrar hafi eytt um 493 milljónum króna hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu um flug Easy Jet á milli Akureyrar og London veturinn 2023-2024. Skýrslan var unnin af Jóni Þorvaldi Heiðarssyni fyrir Flugþróunarsjóð og við heyrðum í honum í Síðdegisútvarpinu. Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri var á línunni.

Við heyrðum í Helgu Karlsdóttir formanni kynjakatta um sýningu sem fyrirhuguð er í Garðheimum um helgina.

Frumflutt

12. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,