Síðdegisútvarpið

Eldur í skemmu í Gufunesi, Hlutverkasetur, blindir og sjónskertir á Íslandi og göngufótbolti

Hringvegurinn er lokaður á milli Kálfafells og Hafnar í Hornafirði og varir lokun áfram til morguns. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði, var á línunni. Við heyrðum í Önnu Maríu Ragnarsdóttur sem er hótelstýra á Hótel Freysnesi.

Í um sautján ár fékk fjöldi fólks stuðning í Hlutverkasetri í Borgartúni 1. Oft eru þau sem leita til Hlutverkaseturs með skerta starfsgetu og hluti hópsins sem þangað leitar hefur verið lengi án atvinnu. Fólk sem hefur misst vonina, segir á vefsíðu Hlutverkasetursins. Þau hafa þar fengið og enn aðstoð og stuðning við finna út næstu skref í lífinu. Hlutverkasetur var, þar til nýlega í bogahúsinu í Borgartúni 1 - hús sem var nokkuð áberandi í götumyndinni. En það er horfið. Það er búið rífa húsið. Og þar á byggja hótel. Elín Ebba Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs kemur í Síðdegisútvarpið á eftir. Húnsagði frá því hvar Hlutverkasetur hefur fengið skjól, hvernig þetta kom allt saman til og hvaða áhrif þessar breytingar hafa á þau sem þar stuðning.

Guðmundur Fylkisson er þjóðþekktur fyrir störf sín í lögreglunni en hann sérhæfir sig í leita týndum börnum. Guðmundur var sem kunnugt er manneskja ársins 2025 mati hlustenda Rásar 2. En Guðmundur eins og við flest bregður sér í fleiri hlutverk í lífinu og eitt þeirra snýst um hjálpa fuglum sem eru í neyð. Nýjasta björgunaraðgerðin átti sér stað um helgina vegna álftar sem hafði frosið föst á Læknum í Hafnarfirði. Við hringdum í Guðmund.

Norræn ráðstefna blindra og sjónskertra var haldin í Hurdal í Noregi í síðustu viku. Þema ráðstefnunnar var atvinnumál og atvinnuþátttaka blindra og sjónskertra. Einnig var talað mikið um hjálpartæki, stafræna þróun og ekki síst gervigreind og hvernig hún gagnast sjónskertum. Sigþór Hallfreðsson er formaður Blindrafélagsins hann kom til okkar.

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, Ungar athafnakonur, Kraft og Lífskraft stendur fyrir nýrri vitundarvakningarherferð um leghálsskimanir undir slagorðinu „Leghálsskimanir lítið mál!“ en janúar er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður gegn leghálskrabbameini. Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins kom til okkar.

Við kynntum okkur göngufótbolta sem nýtur sífellt meiri vinsælda í heimi íþróttanna en hér á landi er hann skapa sér sess. Rúnar Már Sverrisson er umsjónarmaður göngufótbolta hjá Þrótti og hann er líka nefndarmaður í Grasrótarnefnd KSÍ og hann kom til okkar og sagði okkur allt um Göngufótbolta.

Frumflutt

12. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,