Hallgrímur Indriðason fór yfir það helsta utan úr heimi. Þar bar hæst friðarviðræður Trump og Zelenski, fréttir af utanríkisráðherra Rússlands sem fullyrðir að Úkraínumenn hafi ráðist á heimili Pútíns og heræfingar Kínverja við lofthelgi og landhelgi Tævans.
Atli Steinn Guðmundsson fjallaði um árásir á skóla í Bandaríkjunum, bankaræningja í Noregi og Iron Maiden sem urðu fimmtíu ára á jóladag.
Við heyrðum í Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum en nokkrum dögum fyrir jól bárust fréttir af því að óbyggðanefnd hefði úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ var það einhvern tíma spurning ? Það og aðrar fréttir úr eyjum er tengjast jólum og áramótum.
Í dag er sextándi dagur Heimsmeistaramótsins í pílu eða Worlds Dart Championship. Pílan hefur fest sig í sessi sem vinæslt sjónvarps og íþróttaefni og á heimsmeistaramótinu er rífandi stemning. Páll Sævar Guðjónsson röddin sjálf lýsir pílunni á Sýn Sport Viaplay og hann var á línunni hjá okkur.
Ármótin eru tími hávaða, sprenginga og gleði fyrir flesta.
En dýrin okkar eru ekki samála, gæludýrin okkar eiga í miklum erfiðleikum með alla þessa hvelli og ljósadýrð en hvað er til ráða? Eygló Anna Guðlaugsdóttir og Freyja Kjartansdóttir frá félagasamtökunum Dýrfinnu mættu til okkar með hugmyndir sem gætu hjálpað dýrunum okkar um áramótin.
Á gamlársdag fer hið gamalkunna Gamlárshlaup ÍR fram með pompi og prakt.Gamlárshlaupið hefur fest sig í sessi sem eitt vinsælasta og skemmtilegasta götuhlaup landsins. Burkni Helgason, einn skipuleggjanda ÍR hlaupsins kom til okkar