Síðdegisútvarpið

Kílómetragjald, breytt heimsmynd og hvert fer flugeldadraslið

Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritari okkar á Spáni var á línunni frá Cartagena á Spáni. Hann ræddi kuldatíð, þrettándann, fréttaflutning af málefnum Venesúvela og skemmtiferðaskip.

Fyrir ári sendi ASí frá sér yfirlýsingu um þeir leggist gegn frumvarpi til laga um kílómetragjald. er þetta frumvarp orðið lögum en rökstuðningur ASí á sínum tíma var með lögunum verði akstur smærri og spartneytnari ökutækja dýrari á meðan akstur eyðslumeiri ökutækja verður ódýrari. Róbert Farestveit er hagfræðingur ASÍ og hann kom til okkar.

Hvað á gera við flugeldarusl og restar, jólatré og séríur og allt hitt? Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu. Hann kom í Síðdegisútvarpið.

Ástand heimsmála er mikið í fréttum og valdajafnvægið í heiminum færast til. Við erum horfa uppá mjög breytta heimsmynd. Svanhildur Þorvaldsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna, kom til okkar til þess ræða þessa breyttu heimsmynd.

Steindór Þórarinsson, viðurkenndur markþjálfi hjá Mitt Hugskot, segist vera skríða út úr fjögurra vikna þunglyndi þar sem hann lokaði sig af frá umheiminum. Hann segir sig hafa brugðist mörgum í þetta skiptið. Vinum, viðskiptavinum og sjálfum sér. Steindór kom til okkar ræða þessi mál sem mörg okkar eru glíma við í skammdeginu.

Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Landsbjargar hann kom til okkar og sagði okkur frá því hvernig flugeldasalan gekk um áramót.

Frumflutt

6. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,