Síðdegisútvarpið

Viktor Bjarki, verðbólga, skil á listaverkum og ... ekki hugmynd!

Margrét Marteinsdóttir og Kristján Freyr voru við stjórnvölinn

Blaðamannafundi landsliða Íslands og Danmerkur fyrir undanúrslitaleik liðanna á EM karla í handbolta lauk um hálftíma áður en Síðdegisútvarpið heilsaði. Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona var á fundinum og fór í Síðdegisútvarpinu yfir það helsta sem þar kom fram.

Knattspyrnumaðurinn Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti leikmaðurinn til þess skora mark í Evrópuleik á Nývangi, heimavelli spænska stórliðsins Barcelona en Viktor Bjarki er aðeins 17 ára og 213 daga gamall í dag. Hann var sumsé í byrjunarliði FC Köbenhavn þegar liðið mætti Barcelona í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar á Spáni í gær. Viktor var rétt rúmlega 15 ára gamall þegar hann heillaði hug og hjörtu Framara með meistaraflokki Fram í Bestu Deildinni seinni hluta sumars 2023, varð í kjölfarið eftirsóttur af mörgum af stærri liðum Skandinavíu og víðar og fór þá til stóra liðsins í Kaupmannahöfn. Við slógum á þráðinn til hins unga Viktors Bjarka og heyrðum hvernig lífið er í Köben.

Verðbólgan er komin í 5,2 prósent. Frá þessu var greint í morgun en í síðasta mánuði hafði verðbólga aukist hressilega og mældist þá 4,5 prósent. Þá hafði hún ekki verið meiri síðan í janúar í fyrra. Verðbólgan var talsvert meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð fyrir um. En hvaða afleiðingar hefur þessi staða fyrir almenning í landinu? Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur kann útskýra það þannig við skiljum öll. Eiríkur skrifaði bókina Eikonomics- hagfræði á mannamáli en hún kom út fyrir um fimm árum. Eiríkur sem býr í Þýskalandi fór yfir stöðuna í Síðdegisútvarpinu.

Frakkar munu á næstunni öllum líkindum skila tugum þúsunda listaverka sem þeir stálu á nýlendutímanum. Lagafrumvarp sem nær sérstaklega yfir muni sem stolið var á árunum 1815-1972 var samþykkt í öldungardeild franska þingsins í fyrradag og fer áfram innan þingsins og ætti verða lögum fljótlega. Macron forseti Frakklands hét því árið 2017 öllum munum sem tengjast afrískri menningararfleifð yrði skilað til eigenda sinna. Hann sagði reyndar það myndi gerast innan fimm ára en síðan eru liðin níu ár. Þetta er mál sem mikið hefur verið fjallað um í frönskum fjölmiðlum og Kristín Jónsdóttir, sem býr í París hefur fylgst með umræðunni og ræddi við Síðdegisútvarpið.

„Það er skelfileg stund í lífi hvers manns þegar tilveran hættir vera hellað djamm og hótel mamma - og verður virðisauki, viðbótarlífeyrissparnaður og almennur viðbjóður. Snögglega breytist lífið í eitt stórt skyndipróf:“ Þannig hljómar kynningartexta um gamanleikritið Ekki hugmynd sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Þar eru í aðalhlutverkum Arnór Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir og Óli Gunnar Gunnarsson og öll eru þau týnd á tímamótum og hafa ekki hugmynd um hvað þau eiga gera. Arnór og Óli komu Í Síðdegisútvarpið og með þeim var Björk Jakobsdóttir, dramatúrg. Síðdegisútvarpið frumflutti ennfremur titillag sýningarinnar, Ekki hugmynd.

Frumflutt

29. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,