Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Aserbaísjan í Bakú í dag þar sem mikið verður undir í undankeppni HM 2026. Mikilvægt er fyrir Ísland að ná þremur stigum ásamt því þarf liðið að treysta á að topplið Frakka vinni Úkraínu.
Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum beint á Sýn og hann verður á línunni.
Fræðusmiðstöð atvinnulífsins var með ársfund í dag. Á fundinum var fjallað um stöðu innflytjenda í framhaldsfræðslu og á vinnumarkaði auk þess sem birt voru gögn um um hvernig og hvar fjármagni er dreift í málaflokknum. Maj Britt Hjördís Briem frá Samtökum atvinnulífsins og Hildur Betty Kristjánsdóttir frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins komu til okkar og fóru yfir það sem fram kom á fundinum.
Í dag er brauðtertudagurinn og af því tilefni heyrðum við í meistarakokknum Friðrik V en fáir vita meira um brauðtertur en hann.
Tímamótaverkið Sumar á Sýrlandi sem kom út 17. júní 1975 og stendur því á hálfrar aldar tímamótum og verður af því
tilefni flutt í heild sinni í herlegri Stuðmannaveislu í Eldborg um helgina. Jakob Frímann kom til okkar og sagði frá.
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er á sérstöku ferðalagi þessa dagana en hann er leið frá Portúgal til Skotlands með 13 ketti í farteskinu. Við tókum stöðuna á Snorra og spurðum út í ferðalagið.
Sagnahátíðin Iceland Noir hófst í gær og stendur fram á laugardagskvöld.
Meðal gesta á hátíðinni erum George R.R. Martin, höfundur bókanna Game of Thrones, og Hwang Dong-Hyuk, höfundur og leikstjóri Squid Game-sjónvarpsþáttanna. Við slóum á þráðinn til Yrsu Sigurðardóttur en hún stendur í ströngu þessa dagana við skipulag og utanumhald.
Gunnlaugur Víðir Guðmundsson, forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Hlíðaskóla, tók á móti Hvatningarverðlaunum á dögunum í tilefni af Degi gegn einelti fyrir framúrskarandi gott og fyrirbyggjandi starf gegn einelti. Gunnlaugur hefur starfað í félagsmiðstöðvastarfi með unglingum í tvo áratugi. Hann kom til okkar.