Síðdegisútvarpið

Brauðtertudagurinn, Yrsa og Iceland Noir og landsleikur í fótbolta karla

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Aserbaísjan í Bakú í dag þar sem mikið verður undir í undankeppni HM 2026. Mikilvægt er fyrir Ísland þremur stigum ásamt því þarf liðið treysta á topplið Frakka vinni Úkraínu.

Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum beint á Sýn og hann verður á línunni.

Fræðusmiðstöð atvinnulífsins var með ársfund í dag. Á fundinum var fjallað um stöðu innflytjenda í framhaldsfræðslu og á vinnumarkaði auk þess sem birt voru gögn um um hvernig og hvar fjármagni er dreift í málaflokknum. Maj Britt Hjördís Briem frá Samtökum atvinnulífsins og Hildur Betty Kristjánsdóttir frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins komu til okkar og fóru yfir það sem fram kom á fundinum.

Í dag er brauðtertudagurinn og af því tilefni heyrðum við í meistarakokknum Friðrik V en fáir vita meira um brauðtertur en hann.

Tímamótaverkið Sumar á Sýrlandi sem kom út 17. júní 1975 og stendur því á hálfrar aldar tímamótum og verður af því

tilefni flutt í heild sinni í herlegri Stuðmannaveislu í Eldborg um helgina. Jakob Frímann kom til okkar og sagði frá.

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er á sérstöku ferðalagi þessa dagana en hann er leið frá Portúgal til Skotlands með 13 ketti í farteskinu. Við tókum stöðuna á Snorra og spurðum út í ferðalagið.

Sagnahátíðin Iceland Noir hófst í gær og stendur fram á laugardagskvöld.

Meðal gesta á hátíðinni erum George R.R. Martin, höfundur bókanna Game of Thrones, og Hwang Dong-Hyuk, höfundur og leikstjóri Squid Game-sjónvarpsþáttanna. Við slóum á þráðinn til Yrsu Sigurðardóttur en hún stendur í ströngu þessa dagana við skipulag og utanumhald.

Gunnlaugur Víðir Guðmundsson, forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Hlíðaskóla, tók á móti Hvatningarverðlaunum á dögunum í tilefni af Degi gegn einelti fyrir framúrskarandi gott og fyrirbyggjandi starf gegn einelti. Gunnlaugur hefur starfað í félagsmiðstöðvastarfi með unglingum í tvo áratugi. Hann kom til okkar.

Frumflutt

13. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,