Síðdegisútvarpið

Vignir Vatnar, hreint Ísland og umdeilt landeldi í Hvalfirði

Þann 29. desember skrifuðu félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra undir samning við Geðhjálp um setja á laggirnar skjólshús fyrir fólk sem er í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Stefnt er því opna skjólshúsið á fyrri hluta næsta árs.

Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar kom til okkar og sagði okkur betur frá.

Í grein sem birtist á Visi undir lok desembermánaðar og skrifuð er af Haraldi Eiríkssyni ræðir hann liggi til umsagnar umhverfismatsskýrsla í samráðsgátt stjórnvalda vegna fyrirhugaðs 28.000 tonna svokallaðs landeldis Aurora fiskeldis í Hvalfirði. Greinarritari sat kynningarfund fyrirtækisins 17. desember síðastliðinn. Eftir fundinn sat hann einfaldlega eftir orðlaus. Haraldur kom til okkar ásamt Þorbjörgu Gísladóttur sem er sveitarstjóri Kjósahrepps.

Við heyrðum af átaksverkefni sem nefnist Hreint Ísland og þar eru markmiðin skýr og einföld og snúa því hvernig allir geta lagt lið í gera landið okkar enn hreinna og fallegra - Ása Björk Sigurðardóttir er einn forsprakka hópins og hún kom til okkar.

Stórmeistarinn Vignir Vatnar er nýkomin heim frá Katar þar sem hann var keppa á HM í skák. Við fengum Vigni til okkar til segja okkur af mótinu, undirbúningi og mikilvægi þess halda sér í góðu formi til standast álagið.

Frumflutt

2. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,